Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Page 76

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Page 76
Þar ber hæst annars vegar umfjöllun sálmsins um svikarann, sem nefndur hefur verið „Brútus Gamla testamentisins11,8 og hins vegar hina spilltu borg. Og trúlega er þekktasta stef sálmsins það að aðalpersóna sálmsins óskar þess að hún hefði vængi eins og dúfan og gæti flogið burt. Bæði kvikmyndin og íslenski sálmurinn sem fjallað verður um í áhrifasöguhluta greinarinnar tengjast dúfunni og svikum ástvinarins fyrrverandi. V. 2-9. Sálmurinn hefst á bæn (hebr. tefillctf til Guðs um hjálp andspænis sársaukafullum aðstæðum. Upphafsorðin minna talsvert á upphaf 54. sálms: „Hjálpa mér, Guð... Guð heyr þú bæn mína“ (Slm 54.3-4). Eins og svo oft í harmsálmunum virðist Guð fjarlægur, sbr. orðin: „Fel þig eigi þegar ég sárbæni þig“ (v. 2). Hér er sálmaskáldið að biðja Guð um að iáta sig harm þess einhverju skipta. Skáldið lýsir harmi sínum og örvæntingu. Ótilgreindir óvinir virðast vera meginorsök ógæfu þess sem talar. Þeir hrópa og eru með háreysti gagnvart sálmaskáldinu. Þar sem síðar kemur fram (v. 13-16) að óvinurinn hefur áður verið vinur hans eða hennar sem talar í sálminum og sálmaskáldið óskar fjandmönnum sínum dauða (v. 16 og 24), má ljóst vera að óvinirnir hér eru venjulegir menn, sem standa skáldinu nærri. V. 7. Sálmaskáldið óskar þess að hafa vængi eins og dúfan. En hvers vegna skyldi dúfan frekar vera nefnd hér heldur en einhver önnur fuglategund?10 I Ljóðaljóðunum 2:14 er mynd af dúfu í hlutverki boðbera ástarinnar. Vel má hugsa sér að þessi merkingarþáttur sé einnig til staðar í Slm 55:7. Þannig stæði dúfan sem boðberi vonar og ástar í skarpri mótsögn við ofbeldið. V. 8. Stefið um að leita hælis á fjarlægum, óbyggðum stað er algengt í Gamla testamentinu.11 Sérlega gott dæmi er að finna í lSam 23:14 þar sem segir frá því er Davíð hefst við á fjöllunum í Sífeyðimörk á flótta sínum undan Sál. 8 Davidson, Robert, ívitnað rit, s. 175. 9 Hér verður ekki glímt við einstök atriði í hebreska texta sálmsins, sem raunar þykir nokkuð erfiður og gætu hin mörgu textafræðilegu vandamál í sálminum bent til þess að hann eigi sér flókna myndunarsögu. 10 Davidson, ívitnað rit, s. 176, er þeirrar skoðunar að ástæðan sé sú að hún gerir sér hreiður í klettaskorum, á stöðum sem mjög erfitt er að nálgast. Texti í Jeremía 48:28 virðist falla mjög vel að samhenginu hér en þar segir: „Yfirgefið borgirnar og setjist að í klettaskorum, þér íbúar Móabs, og verið eins og dúfan, sem hreiðrar sig hinum megin á gjárbarminum." Einnig má minna á hiutverk dúfunnar í frásögninni af Nóaflóðinu. Þar stendur dúfan fyrir tilraun „til að láta fugl á neyðarstundu koma einhverju til leiðar sem fólkið er ekki fært um“. 11 Má benda á Slm 11.1; Jes 16.2; Jer 9:19; 48.28; Esk 7.16. 74
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.