Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Qupperneq 80
Ljóð sem Gamla testamentið eignar konum
Þegar íhugað er hvort kona kunni að vera höfundur þessa sálms, er rétt
að rifja það upp að í nokkrum tilfellum eru ljóð eignuð konum í Gamla
testamentinu. Það á við um þann texta sem haldið hefur verið fram að
kunni að vera elsti texti Gamla testamentisins, þ.e. söngur Mirjamar í 2Mós
15.21. Ljóð Debóru, eins af fyrstu dómurum Israels, er að fmna í 5. kafla
Dómarabókarinnar21 og loks skal nefnt til sögunnar ljóð Hönnu í lSam 2.
Þannig að Gamla testamentið sjálft gengur út frá því að konur hafi samið
ljóð. Og vel má líka minna á að tvö rita Gamla testamentisins eru kennd
við konur, þ.e. Esterarbók og Rutarbók.22 Til samanburðar má nefna að
engin íslendingasagna er kennd við konu þó að margar konur séu vissulega
fyrirferðarmiklar í þeim.
Hlutskipti kvenna í Gamla testamentinu er mismunandi. Enginn skortur
er á sögum þar sem konur mega þola hið mesta harðræði og ofbeldi,23
en þetta mikla og fjölbreytilega ritsafn hefur einnig að geyma frásagnir af
konum sem eru hetjur, leiðtogar og Ijóðskáld.24 Þannig hefur spákonan
Hulda stundum verið nefnd fyrsti ritskýrandinn þar sem henni var fengið
það hlutverk að meta trúverðugleika lögbókarinnar sem fannst í musterinu í
tíð Jósía konungs og varð síðar grundvöllur þeirrar siðbótar sem hann réðst
í (2Kon 23.1-23.28).
í þessari grein er Slm 55 túlkaður á þann veg að þar birtist kona sem
hefur orðið fórnarlamb ofbeldis en reynist jafnframt fær um að tjá þá
reynslu í formi harmsálms.
Borgin og aðalpersóna Sálms 55 sem fórnarlömb og hliðstæður
Þar sem borgin gegnir stóru hlutverki bæði í Slm 55 og kvikmyndinni
Vængir dúfunnar er ástæða til að fjalla aðeins nánar um hana hér.
21 Því hefur oft verið haldið fram að Debóruljóðið sé eitt af elstu ljóðum Gamla testamentisins.
Nýleg umfjöllun um ljóðið á íslensku er nú aðgengileg. Sjá Kristinn Ólason, „Nokkur orð um
form, aldur og merkingu sigurljóðs Debóru í Dómarabókinni“, í Mótun menningar / Shaping
Culture. Afmœlisrit til heiSurs Gunnlaugi A. Jónssyni sextugum, Reykjavík, 2012, s. 309-320.
22 Og raunar eru bækurnar þrjár ef við teljum Apókrýfu bækurnar með. Þar er Júdítarbók að finna.
23 Arnfríður Guðmundsdóttir fjallar einkum um þennan þátt í grein sinni „Konurnar í Gamla
testamentinu. Er hugsanlegt að þær eigi erindi við okkur?“, RitröS GuSfreeSistofhunar. Studia
theologica islandica 14, 2000, s. 149-170.
24 Sjá Bellis, Alice Ogden, Helpmates, Harlots, and Heroes. Women's Stories in the Hebrew Bible,
London, Louisville: Westminster John Knox Press, 2007.
78
J