Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Page 81
Borgarheiti eru jafnan kvenkyns í hebresku og í Gamla testamentinu er
mjög algengt að þær séu persónugerðar sem konur. Nægir þar að minna á
hvernig borgunum Babel og Jerúsalem er lýst eins og konur væru í Jes 47.1
(„Stíg niður og sest í duftið, Babelsdóttir“ og Jes 54.1 („Fagna, þú óbyrja,
sem ekki hefur fætt“).
í Sálmi 55 er að sjá sem það sé ekki aðeins ljóðmælandinn sem þjáist og
hafi verið fórnarlamb ofbeldis heldur eigi það einnig við um borgina sjálfa
þar sem ofbeldið á sér stað. Hliðstæðurnar þarna á milli eru allrar athygli
verðar.
Ljóðmælandinn (v. 3b—6)
ég er órór og kveina
skelfingu lostinn yfir hrópum óvinarins,
ásókn hins óguðlega,
því aðþeir steypa yfir mig ógœfu
og ofsœkja mig grimmilega.
Hjartað berst ákaft í brjósti mér,
dauðans angist kemur yfir mig.
Ótti og skelfing nísta mig
og hryllingur fer um mig allan ...
Borgin (v. 10-12)
Því að ég sé kúgun og deilur í borginni.
Nótt sem dagganga þœr á múrunum umhverfis hana
en ranglœti og armæða eru þar inni fyrir.
Glötun er inni í henni.
Ofbeldi og svik víkja eigi frá torgi hennar.
Það er athyglisvert að hinir einstöku ógæfuþættir borgarlífsins eru pers-
ónugerðir.25 Kúgun og deilum er lýst eins og þar séu á ferð verðir á múrum
borgarinnar, en vörn þeirra hefur snúist upp í andhverfu sína. í stað varnar
sjáum við kúgun og deilur og á torginu, sem venjulega var vettvangur
viðskipta og dómstóla þar sem réttlæti átti að ríkja, veður uppi ofbeldi og
25 Spænski gamlatestamentisfræðingurinn Alonso Schökel hefur fjallað vel um notkun
persónugervinga í hebreskum kveðskap. Alonso Schökel, 1988: A Manual of Hebrew Poetics,
Roma: Insdtuto Biblico, s. 95.