Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Page 83
síns eigin hjónabands. Svik og framhjáhald konu sinnar sá hann sem hlið-
stæðu við að þjóðin hefði snúið baki við Guði og þar með rofið sáttmálann.
Það eru m.ö.o. dæmi um notkun sáttmála í Gamla testamentinu
yfir náin vináttusambönd og hjónabönd. Jafnframt einkennir það sátt-
mála einstaklinga að það er sterkari aðilinn sem hefur stofnað til þeirra.
Sáttmálshugtakið í sálminum getur því stutt við þá hugmynd að sálmurinn
endurspegli reynslu konu sem hafi verið svikin af fyrrum ástvini sínum.
Dæmi af túlkun sálmsins í íslensku samhengi
Aður en tekið verður til við aðaldæmi þessarar greinar um áhrifasögu
sálmsins, þ.e. í kvikmyndinni Vængir dúfunnar, skal hér vikið að túlkun
sr. Valdimars Briem, sálmaskáldsins góðkunna (1848-1930), á sálminum
í riti sínu Davíðs sálmar í íslenzkum sálmabúningi.30 Sálmur Valdimars er
girnilegur til skoðunar í samhengi þessarar greinar vegna þess að hann
beinir sjónum að þeim atriðum sem einkum eru til umfjöllunar í greininni
og koma sömuleiðis við sögu í kvikmyndinni Vængir dúfimnar, þó að með
öðrum hætti sé.
Valdimar yrkir fimm erindi út af 55. sálmi Saltarans:
Sem dúfur flýja fálkan skjótt
ég flýja vil, ei hér er rótt;
efþeirra vængi ætti ég,
ég óðar flýgi langan veg,
já, langt í burt að leita’ að ró;
það lítið mundi stoða þó.
Mér finnst það væri sök þó sér,
efsæktu fjendur nú að mér;
ég mundi jafnvel þola það
og þá ég fýndi griðastað;
en þyngri finnst mér þrautin hin,
að þetta reyna' ég hlýt afvin.
30 Valdimar Briem, DavíSssálmar í tslenzkum sálmabúningi, Reykjavík, 1898, s. 73-74.
81