Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Side 84
Já, forðum vin þig mat ég minn,
og mig þú nefndir dstvin þinn;
við saman lögðum sífelld ráð,
ogsigri mörgum fengum náð;
við gengum saman guðs í hús,
ég gekk með þér œ hjartans fús.
En góðan vin ég enn þá á,
sem aldrei neitt sinn bregðast má.
Það er minn guð, jyrst á ég hann,
mér aldrei nokkuð granda kann.
Þótt allir snúist mér á mót,
efmeð er hann, ei sakar hót.
Um morgun, kveld og miðjan dag,
um miðja nótt, um sólarlag,
ég kalla guð, minn ástvin, á,
mín andvörp glöggt hann heyrir þá,
hann bœgir stríði, ferir frið
og flytur minni sálu grið.
Það var meginstefna Valdimars er hann orti út af Davíðssálmum að fylgja
efni þeirra nákvæmlega og „gjöra söguleg kvæði“ en ekki „að koma fram
nokkrum sérstökum skoðunum“.31 En víða má þó greina margvísleg frávik
og ekki síst forvitnilega heimfærslu til íslenskra aðstæðna, eins og höfundur
þessarar greinar hefur sýnt fram á annars staðar.32
f túlkun Valdimars á sálminum fer ekki á milli mála að meginstefið er
sviksemi fyrrum ástvinar, sbr. orð hans: „Já, forðum vin þinn mat ég minn ...“
Engin ástæða er þó til að ætla að Valdimar tali beinlínis af persónulegri
reynslu er hann endursegir það efni sálmsins er fjallar um svik fyrrum
ástvinar. Þar er hann aðeins trúr þeirri meginstefnu sinni að endursegja efni
sálmanna af sem mestri trúfestu. En hér eins og víðar sneiðir hann hjá öllu
31 Tilvitnun tekin úr bók Gils Guðmundssonar, Vœringinn mikli. Ævi og örlög Einars Benediktssonar,
Reykjavík, 1990, s. 102.
32 Sjá Gunnlaugur A. Jónsson, „Heimfærsla í biblíukveðskap sr. Valdimars Briem. Dæmi úr
áhrifasögu Gamla testamentisins á Islandi", í Milli himins og jarSar. MaÖur, guÖ og menning í
hnotskurn hugvisinda, Háskólaútgáfan, 1997, s. 195-210.
82