Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Page 85
því efni sálmanna sem flokka má sem bölbænir eða hefndaróskir. Þannig
er ekki að finna neina minnstu tilraun til að endursegja bölbænina í v. 16:
„Drottinn komi yfir þá, / stígi þeir lifandi niður til heljar / því að illskan á
sér bústað í barmi þeirra.“ Hið sama á við um lokavers sálmsins, v. 24: „En
Guð þú munt steypa þeim niður í grafardjúpið. Morðingjar og svikarar ná
ekki miðjum aldri / en ég treysti þér.“
Lokavers Valdimars felur vissulega í sér traust til Guðs og að hluta til
er orðalagið sótt í sálminn sem ort er út af (sbr. „Um morgun, kveld og
miðjan dag“) en traustið og meginboðskapurinn snýst um að Guð er sá sem
heyrir andvörp og reynist ástvinur í stað þess ástvinar sem brugðist hefur.
Hjá Valdimar er ekki leitað til Guðs hefndarinnar heldur segir Valdimar að
„hann bægir stríði, færir frið og flytur minni sálu grið“. Allt er þetta í góðu
samræmi við það sem greina má í fjölmörgum öðrum sálmum sem Valdimar
orti út af Davíðssálmum.
Má þar minna á er Valdimar yrkir út af 27. sálmi og tengir augljóslega
við bernskureynslu sína er hann missti báða foreldra sína á u.þ.b. einu ári
aðeins um tíu ára að aldri. Um þá reynslu orti hann um leið og hann orti
út af 27. Davíðssálmi:
Eg fóSur hefog móður misst,
en mér varst þú svo góður:
Ég aftur fóður eignaðist
og aðra blíða móður.33
Vegna þeirrar áherslu sem í þessari ritsmíð er lögð á spurninguna um
hvort það sé eitthvað í sálmi 55 sem bendi til þess að sálmurinn endurspegli
reynslu konu þá er óhætt að slá því föstu, án mikillar yfirlegu, að í sálmi
Valdimars er ekkert slíkt á ferðinni. Sálmur hans er þó fróðlegur til saman-
burðar vegna þess að þar má greina atriði sem flokka má undir heimfærslu.
Þannig hefur kristinn náðarboðskapur leyst af hólmi þau vers sálms 55 sem
fela í sér bölbænir.
Höfundur þessarar greinar hefur annars staðar haldið því fram að „náðin“
sé uppáhaldshugtak Valdimars, eins og trúarhugsun hans birtist í þeim
33 Valdimar Briem, 1898, ívitnað rit, s. 37.