Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Qupperneq 86
sálmum sem hann yrkir út af Davíðssálmum.34 Og þó að náðarhugtakið
sjálft komi hér ekki fyrir þá er náðarboðskapurinn sannarlega til staðar.
Vængir dúfunnar
Þeim kvikmyndaáhorfendum sem ekki eru vel kunnugir Saltaranum mun
trúlega yfirsjást hin biblíuleg stef myndarinnar Vœngir dúfunnar (The Wings
ofthe Dove, 1997). Heiti myndarinnar er sótt í 55. sálm Saltarans og þegar
sálmurinn er skoðaður kemur í Ijós að hann leggur myndinni ekki aðeins
til nafn heldur eru tengslin milli myndarinnar og sálmsins margvísleg og
athyglisverð.35 Hér verður sjónum einkum beint að ástvininum fyrrverandi
sem gerist óvinur, sem og spillingunni í borginni, en þessi tvö meginstef
sálms 55 eru sameiginleg með myndinni og sálminum. I kvikmyndinni er
það dauðvona kona sem brotið er á og það af náinni vinkonu hennar.
Myndin Vængir dúfunnar hefur yfirleitt hlotið góða dóma og var hún
tilnefnd til fjögurra Óskarsverðlauna á sínum tíma. Þ. á m. var leikkonan
Helena Bonham Carter tilnefnd til verðlauna sem besta leikkona í aðal-
hlutverki. Myndin er framleidd af Weinstein-bræðrum sem meðal annars
eru þekktir fyrir glæsilegt búningadrama, sbr. Shakespeare in Love (1998)
og erótískar ástarsögur, sbr. The Reader (2008). Vængir dúfunnar geta á
vissan hátt talist til beggja þessara flokka, þar sem myndin gengur lengra í
nektarsenum en flestar myndir sem flokkast undir búningadrama. Myndin
er einstaklega vel tekin og eru margar senurnar í Feneyjum augnakonfekt.
Þá eru búningarnir glæsilegir og notkun lita sérstaklega eftirminnileg.
Myndin er byggð á víðfrægri skáldsögu Henrys James (1843-1916) frá
árinu 1902. Hún fjallar í stuttu máli um ástfangið par sem vantar peninga
til að fá að eigast og kynni þeirra af ungri konu, „ríkasta munaðarleysingja
í heimi“, sem á allt nema ást. Þegar Kate Croy (Helena Bonham Carter)
verður ástfangin af róttækum og snauðum blaðamanni, Merton Densher
að nafni (Linus Roache), stendur hún frammi fyrir því erfiða vali að giftast
manninum sem hún elskar og verða „útskúfuð úr samfélaginu“ eða búa
áfram við fjárhagslega trygga stöðu í skjóli Maude, hinnar auðugu móður-
systur sinnar, sem reynir að koma í veg fyrir að Kate verði á sömu mistök
og móður hennar.
34 Gunnlaugur A. Jónsson, „Heimfærsla í biblíukveðskap Valdimars Briem“, ívitnað rit, s. 201.
35 Hér byggi ég talsvert á eldri umfjöllun minni um myndina. Sjá Gunnlaugur A. Jónsson, „Réttlæti
og fögnuður kyssast. Um biblíuleg stef í kvikmyndum“, í Heimnr kvikmyndanna. Forlagið:
Reykjavík, 1999, ritstj. Guðni Elísson, s. 443—456, einkum s. 454-456.
84