Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Blaðsíða 87
Ástarævintýri þeirra Kate og Mertons verður því að fara leynt. Þáttaskil
verða þegar Milly Theale (Alison Elliott), ung, falleg og vellauðug bandarísk
kona, kemur til sögunnar og á einnig sitt leyndarmál. Þegar Kate kemst að
því að Milly er orðin ástfangin af Merton og ekki bara það, heldur sé hún
einnig dauðvona, sér hún þar möguleika á að leysa fjárhagsvandræði þeirra
Mertons og reynir að fá hann til að grípa tækifærið.
Myndin skiptist í þrjá hluta. Fyrsti hlutinn (fyrstu 40 mín.) gerist í
London árið 1910. Þar kynnumst við aðalpersónum myndarinnar og spill-
ingu Lundúnaborgar, þar sem yfirstéttin er upptekin af nautnum meðan
fátækir berjast fyrir félagslegu réttlæti. Himinn og haf eru á milli þessara
tveggja heima. Hinir ríku gifta sig fyrir auð, ekki ást og eru því í hrópandi
andstæðu við hið ástríðufulla par Kate og Merton sem sjást í upphafi myndar
kyssast ástríðufullt í lyftu sem þeytir þeim upp til móts við himininn,
rétt eins og ást þeirra yfirvinni þyngdarlögmálið sjálft. Þessi lyftusena er
mikilvæg því hún rammar inn myndina ásamt viðlíka lokasenu með Kate
og Merton, eins og vikið verður að síðar.
Miðhluti myndarinnar gerist í Feneyjum þar sem Kate reynir að fá
Merton til að sýna Milly áhuga til að tryggja að hann erfi auðæfi hennar.
Þegar hann áttar sig á til hvers Kate ætlast af honum, spyr hann: „Viltu að
ég dragi deyjandi stúlku á tálar? Hvers vegna heldurðu að hún muni arfleiða
mig að auðæfum sínum?“ Kate svarar: „Fg þekki hana. Eg veit hvernig hún
elskar.“ Merton spyr þá í undrun: „En hvernig elskar þú? Sýndu mér hvernig
þú elskar.“ Kate skilur ekki beiðni Mertons og það er hér sem við sjáum í
fyrsta sinn bresti í sambandi þeirra.
Miðhluti myndarinnar endar þegar Kate fer frá Feneyjum til að gera
Merton auðveldara fyrir að vinna hjarta Milly. Lokahlutinn gerist einnig
að mestu í Feneyjum, sem er einstaklega viðeigandi því Feneyjar eru bæði
borg ástar og dauða, eins og sést vel í ýmsum kvikmyndum.36 Ást og dauði
er auðvitað einnig stórt stef í myndinni og í sálmi 55.
Rétt fyrir andlát Milly fer Kate að óttast að Merton hafi í raun og veru
fallið fyrir Milly. Hún sendir því Mark lávarð til að láta Milly vita að hún
og Merton hafi verið í ástarsambandi á meðan Milly eltist við Merton.
Þessar upplýsingar hjálpa ekki upp á veikindi Milly sem er sýnd næst (og í
síðasta sinn) liggjandi í sófa í íbúð í Feneyjum. Það er eftir andlát Milly að
36 Það á við um kvikmyndirnar Death in Venice (1971), Don't Look Now (1973), Senso (1954) og
Summertime (1955) sem allar gerast í þessari fallegu borg.
85