Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Síða 88
iippgjörið í þessum sérkennilega þríhyrningi á sér stað. Undir jarðarförinni
heyrum við rödd Mertons hafa yfir eftirfarandi orð:
Hjartað berst ákaft í brjósti mér,
ógnir dauðans falla yfir mig,
ótti og skelfing eru yfir mig komin,
og hryllingur fer um mig allan,
svo að ég segi: „ Ó, að ég hefði vœngi eins og dúfan,
þd skyldi égfljúga burt og finna hvíldarstað. “
Þessi orð reynast sótt í 55. sálm Saltarans, vers 5-7. Sálmur 55 einkennist
af því hversu persónulegur hann er og þó einkum því að versti óvinurinn
reynist áður hafa verið vinur sálmaskáldsins, sbr. vers 13-15a:
Því aðþað er eigi óvinur sem hæðir mig
— það gœti ég þolað,
og eigi hatursmaður minn er hreykir séryfir mig
—fyrir bonum gati ég farið í felur,
heldur þú, jafningi minn,
vinur minn og kunningi,
við sem vorum dstúðarvinir ...
Til þessara orða er aldrei vitnað beint í myndinni, en þau koma óneitan-
lega vel heim og saman við tilfmningar Mertons eins og þær birtast okkur
þar. Fyrst þegar Kate hafði reynt að leiða Merton og Milly saman ásakar
hann hana með orðunum: „Þú sveikst mig ekki bara, þú leiddir mig í
gildru.“
I lok myndarinnar fer ekki á milli mála að Merton er mjög þjakaður af
samviskubiti yfir því sem Kate hefur gert á hlut Milly og fengið hann til
að taka þátt í því, með því að láta hann „draga dauðvona stúlku á tálar“ til
að komast yfir peninga hennar. Undir lok myndarinnar, eftir andlát Milly,
er Merton fullur ásökunar í garð Kate og segir þegar hann afhendir henni
bréf um arfinn: „Þetta er vinningurinn þinn.“ Þessar og aðrar ásakanir hans
í garð Kate minna óneitanlega á orðin í Slm 55:21-22:
86
j