Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Page 89
Vinur minn lagði hendur á þann er lifði í sátt við hann,
hann raufsáttmál sitt.
Hálli en smjör er tunga hans,
en ófriður er í hjarta hans,
mýkri en olía eru orð hans,
og þó brugðin sverð.
Orðin í v. 18 lýsa sömuleiðis ágætlega líðan Mertons:
Kvöld og morgna og um miðjan dag
harma ég og styn ...
Skaði þessara gjörða Kate sést vel þegar maður ber saman við ástarsenuna
í upphafi myndarinnar þar sem Kate og Merton kyssast ástríðufullt í lyftu
og þeytast upp á við, rétt eins og þau svífi af ástinni einni saman eins og í
málverki eftir Marc Chagall (18 87-19 8 5).37 Astarsenan í lokin er hins vegar
þrungin sársauka og vanlíðan. Þau byrja að elskast en missa brátt áhugann
og gefast upp. Ástríðan er búin og ástarsambandið líka. Kate segist vera
tilbúinn að giftast Merton þótt hann ætli að afneita arfinum með því eina
skilyrði að Merton geti lofað því að hann sé ekki ástfanginn af minningu
Milly. Merton er ófær um lofa því og Kate fer sína leið.
Loks má benda á v. 10b-12 þar sem segir:
... því að ég sé kúgun og deilur í borginni.
Dag og nótt ganga þœr um á múrum hennar,
en ógœfa og armœða eru þar inni Jyrir.
Glötun er inni í henni,
ofbeldi og svik víkja eigi burt frá torgi hennar.
Óneitanlega skapa þessi orð sterk hugrenningatengsl við persónu
Mertons, hins róttæka blaðamanns, sem snemma í myndinni lætur þau orð
falla að yfirstéttinni sé ekki viðbjargandi, skrifar blaðagrein um spillingu
læknastéttarinnar og lætur seint í myndinni í ljós þá skoðun að allt sem er
37 Sjá t.d. málverkið „Lovers Above the Town“ (1917) í bók Heralds, Artemis, Chagall, Leicester:
Magna Books, 1993, s. 22.
87