Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Blaðsíða 97
einnig talið til þess fallið að auka kenningarfrelsi presta þar sem söfnuðirnir
þyrfru til langframa ekki að sætta sig við kennimenn er boðuðu sjónarmið
sem þeir gætu ekki sætt sig við.10 Litu margir svo á að með tilslökun af
þessu tagi væri mögulegt að halda þjóðkirkjunni saman sem víðum ramma
um trúarlíf þjóðarinnar og jafnframt réttlæta áframhaldandi tengsl hennar
við ríkisvaldið eftir að trúfrelsi hafði verið komið á. Hið nýfengna trúfrelsi
skyldi þannig einnig gilda innan þjóðkirkjunnar.11
Þrátt fyrir töluvert fylgi við frjálslyndu guðfræðina í framvarðasveit þjóð-
kirkjunnar brugðust ýmsir málsmetandi prestar til varnar gegn henni. Kom
sú andstaða m.a. fram á prestastefnunni 1909.12 Einkum töldu andstæðingar
hinnar nýju kenningar afstöðu hennar til hefðbundinna trúarjátninga brjóta
í bága við hefð evangelísk-lútherskrar kirkju auk þess sem ýmsar túlkanir
hennar gengju í berhögg við opinbera kenningu kirkjunnar. Hér verður þessi
guðfræðilega andstaða ekki rakin frekar en látið nægja að benda á afstöðu
Sigurðar Stefánssonar (1854-1924) í Vigur (Ögurþingum). Þá snerist leik-
mannahreyfmgin í kirkjunni, þ.e. KFUM-menn og þeir sem fylgdu norrænu
heimatrúboði að málum, m.a. útgefendur tímaritsins Bjarma, gegn frjáls-
lyndu guðfræðinni.13 Tók upp úr þessu að bera á gjá milli þessarar hreyfingar
og kirkjuforystunnar. Enn er þess að geta að lögfræðingarnir Gísli Sveinsson
(1880-1959) og Einar Arnórsson (1880-1955) gagnrýndu kröfuna um
kenningarfrelsið og töldu það ekki samræmast því ákvæði stjórnarskrárinnar
að þjóðkirkjan væri evangelísk-lúthersk eins og síðar verður drepið á.14
10 Hjalti Hugason, „Þróun sjálfstæðrar þjóðkirkju á öndverðri 20. öld. Umræður um aðskilnað
og sjálfstæða þjóðkirkju á almennu prestastefnunum 1909-1910“, Ritröð GuðfræSistofnunar/
Studia theologica islandica, 33/2011, bls. 54-78, hér bls. 68. Hjalti Hugason, „Þróun sjálfstæðrar
þjóðkirkju á öndverðri 20. öld. Umræður í prestastétt 1911-1916. Lokasamantekt", Ritröð
Guðfraðistofhunar/Studia theologica islandica, 34/2012, bls. 96-122, hér bls. 102.
11 Hjalti Hugason, „„... úti á þekju þjóðlífsins““, bls. 113-115. Hjalti Hugason, „Þróun sjálfstæðrar
þjóðkirkju á öndverðri 20. öld. Sjálfstæði eða aðskilnaður? — Kirkjupólitík Þórhalls Bjarnarsonar
1893-1916“, Ritröð Guðfraðistofhunar/Studia theologica islandica 32/2011, bls. 20—47, hér bls.
37-42.
12 „Prestastefnan“, bls. 147.
13 Pétur Pétursson, „Þjóðkirkja frelsi og fjölbreytni", Kristni á íslandi IV. b., ritstj. Hjalti Hugason,
Reykjavík: Alþingi, bls. 197-421, hér bls. 228-229. Hjalti Hugason, „Þróun sjálfstæðrar
þjóðkirkju á öndverðri 20. öld. Sjálfstæði eða aðskilnaður?“, bls. 39—41.
14 Einar Arnórsson, íslenzkur kirkjuréttur, Reykjavík: á kostnað höf., 1912, bls. 11-12, 31, 35—40.
Gísli Sveinsson, „Trúfrelsi og kenningarfrelsi. Erindi flutt í Stúdentafélaginu í Rvík 14. mars
1914“, Eimreiðin, 20. árg., 3. tbl., 1. sept. 1914, bls. 200-210, hér bls. 206-209. Sjá og Einar
Arnórsson, fátningarrit íslenzku kirkjunnar, (íslenzk fræði/Studia islandica 12), Reykjavík: H.F.
Leiftur, bls. 76-93.
95