Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Blaðsíða 99
um skírnarskilning hans. Lauk því með að hann var dæmdur frá embætti
1999.18 Snedsted-málið svokallaða liggur utan þess tímabils sem hér er til
umfjöllunar en varpar áhugaverðu ljósi á mismunandi aðstæður hér og í
Danmörku þar sem hvorki kom til kenningarlegra dómsmála hér í upphafi
20. aldar né er líklegt að til slíkra mála geti komið nú.
Hálfum mánuði eftir að dómur hæstaréttar yfir Arboe Rasmussen var
kveðinn upp gerði Jón Helgason ýtarlega grein fyrir málinu í Isafold (24.
maí). Þar reifaði hann forsögu þess, formlegan framgang og þýðingu fyrir
frjálslyndu guðfræðina á Islandi.19 Hér verður fyrst gerð grein fyrir túlkun
Jóns Helgasonar á dóminum yfir Arboe Rasmussen en síðar fjallað um málið
sjálft og bent á veilur í túlkun Jóns á dómsniðurstöðunni.
I grein sinni gerði Jón Helgason mikið úr kirkjupólitískri hlið málsins.
Rakti hann upptök þess til hneykslunar danskra heimatrúboðsmanna á
ritgerð sem birst hafði eftir Arboe Rasmussen í Teologisk Tidsskrift (1910)
þar sem hann hafði talið meyfæðinguna eða „meyjarsonerni Jesú“ [leturbr.
JH] hvíla á völtum fótum. Þá skýrði hann frá þrýstingi sem dönsku biskup-
arnir hefðu verið beittir til að hefja mál gegn Rasmussen, sumir jafnvel gegn
betri vitund. Einkum kvað þar hart að heimatrúboðinu og fjöldahreyfingu
undir forystu Henrys Ussing (1855-1943), lic. theol., prests í Valby á
Jótlandi en síðar dómprófasts í Kaupmannahöfn, er stofnuð hafði verið til
höfuðs Rasmussen og til að „verja kirkjuna og kirkjutrúna eins og hún er
kend í lögfestum játningarritum þjóðkirkjunnar“.20
Eins og síðar kemur fram var Arboe Rasmussen sakfelldur á millidómstigi
eða fyrir synódalrétti.21 Taldi Jón það hafa verið mikið fagnaðarefni fyrir
18 Málið snerist um að Feldbæk Nielsen breytti orðalagi skírnarritúalsins á þann hátt að hann
skírði börn til nafns fóðnr, sonar og heilags anda en ekki í nafni föður, sonar og heilags anda.
Kirkjuyfirvöld litu svo á að hann hefði þar með hafnað því, að Guð væri gerandi (d. subjekt) í
skírninni. Kenningar prestsins ollu ólgu í söfnuðinum. Kirkjumálaráðuneytið höfðaði agamál
gegn honum. Prestsréttur komst að þeirri niðurstöðu að svipta bæri hann embætti. Málið var
leitt til lykta fyrir Vestra Landsrétti 1999 með sömu niðurstöðu. Kristine Garde, To Imresager, bls.
14, 261-376. Sjá og: „Fem læresager".
19 J[ón] H[elgason], „Hæstaréttardómurinn í málinu gegn Arboe-Rasmussen presti", ísafold, 24.
5. 1916, bls. 2-3.
20 Sama rit, bls. 2-3.
21 Á þessum tíma störfuðu tvö kirkjuleg dómstig í málum sem lutu að embættisstörfum presta,
prófastsréttur og synódalréttur. Prófastsréttur á rætur að rekja til þess er dómsvald kirkjunnar
var skert á siðaskiptatímanum og takmarkað við mál sem fjölluð um kenningu presta, og líferni
(þ.e. decorum ojfcialé), sbr. dönsku lög Kristjáns V., gr. 2-11-1. Hvíldi hann lengst af á gr. 1-2-
13, 1-2-15 og 1-6-8 í dönsku lögum. 1806 varð sú breyting á prófastsréttinum að í stað þess að
prófastur hafði ásamt tveimur prestum dæmt í málum sem fyrir réttinn komu, skyldi nú tryggt
97