Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Síða 101
Jón Helgason túlkaði hér dóminn út frá sjónarhorni frjálslyndrar guðfræði
þar sem hann lagði vissulega áherslu á kennivald Biblíunnar í lútherskum
anda (lat. sola scripturá) en taldi að þó bæri að túlka Ritninguna á óbundinn,
fræðilegan hátt. Um leið dró hann þá ályktun af dómnum að þessar
áherslur rúmuðust eftirleiðis í íslensku þjóðkirkjunni ekki síður en hinni
dönsku enda gætu frekari dómsmál ekki risið út af túlkunum frjálslyndra
guðfræðinga á kenningum dönsku eða þess vegna íslensku þjóðkirkjunnar
þar eð nú hefði dómur fallið á æðsta dómstigi beggja landanna. Því leyfði
hann sér að fullyrða:
Dómur þessi merkir enn fremur, að hin nýja, frjálslynda trúmálastefna er
nú viðurkend að vera jyllilega jafn rétthá hinni eldri stefnu innan kirkjunnar,
eða að frjálslyndinu í trúarefnum er veittur þar óskoraður borgararéttur.
[Leturbr. JH.]26
Undir lok greinar sinnar lýsti Jón Helgason því hvernig dómurinn hefði
verið túlkaður ytra. Þar kveður hann hafa komið fram að þótt hæstiréttur
hafi vissulega sýknað Arboe Rasmussen vegna þess að hann hafi verið í góðri
trú um að honum væri heimilt að viðra hinar frjálslyndu skoðanir sínar,
hefði rétturinn ekki gefið neina vísbendingu um að það mat hans hefði
ekki verið á guðfræðilegum rökum reist, þ.e.a.s. aðeins hvílt á formsatriðum
(sjá síðar). Þá hefði rétturinn „með réttmætri röggsemd“ skorast undan því
að gerast „villumannadómstóll og taka sér úrskurðarvald í trúarefnum“.27
Greininni lýkur Jón loks með svofelldum orðum:
En hvað segja þeir nú forverðir gömlu stefnunnar hér heima, sem digur-
barkalegast hafa talað gegn nýguðfræðingunum íslenzku — presturinn í
Vigur, Bjarmamenn og síðast en ekki sízt lögmaðurinn vandlætingarsami,
sem verið hefir að leika hæstarétt hér heima upp á síðkastið? Og hvað verður
um 7. gr. í „íslenzka kirkjuréttinum“ nýja? — mundi hún ekki þurfa að
umritast?28
Með sneiðinni um lögmanninn, „sem verið hefir að leika hæstarétt“ átti
Jón við Gísla Sveinsson (1880-1959) þá yfirdómslögmann síðar sýslu-
mann, alþingismann og sendiherra.29 Gísli hafði m.a. haldið á lofti þeim
sjónarmiðum að þrátt fyrir trúfrelsi væru kennimenn þjóðkirkjunnar, en
26 Sama rit, bls. 3.
27 Sama rit, bls. 3.
28 Sama rit, bls. 3.
29 J[ón] H[elgason], „Hr. G. Sv. og hæstaréttardómurinn“, ísafold, 3. 6. 1916, bls. 1-2.
99