Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Síða 108
hefði brotið með afgerandi hætti móti skyldum sínum sem prests í þjóð-
kirkjunni og að hann hefði bakað sér refsiábyrgð.58
Verjandi Arboes Rasmussen fyrir hæstarétti, Carl Julius Otto Liebe
(1860-1929), kvaðst hafa fengið ágætan guðfræðing og góðan lögfræðing til
að tjá sig um hina ýtarlegu dómsniðurstöðu synódalréttarins. Guðfræðinginn
kvað hann hafa látið það álit í ljósi að ekki væri um dóm í þröngum skilningi
að ræða heldur ákærurit á hendur Rasmussen. Lögfræðingurinn hefði aftur
á móti litið svo á að dómsniðurstöðuna bæri að skoða sem varnarræðu fyrir
aðgerðir Poulsens biskups í málinu. Verjandinn taldi synódalréttinn því
hafa verið hlutdrægan.59 Auk þessa aflaði verjandinn fjölda guðfræðilegra
álitsgerða frá prófessorum við háskólana í Kaupmannahöfn, Christianiu
(Ósló) og Lundi auk álits á annan tug „lærðra“ danskra þjóðkirkjupresta.60
Þá óskaði hann eftir svari biskupanna við spurningum um hvort þær
skoðanir sem Arboe Rasmussen hefði tjáð væru í afgerandi mótsögn við
játningar evangelísk-lúthersku kirkjunnar og hvort þeir gætu mælt með
Rasmussen sem presti við einhvern söfnuð kæmi til flutnings hans. Ljóst
er að í hæstarétti var ekki litið svo á að álit biskupanna vægi þyngra en
annarra guðfræðinga. Þar með má segja að hæfi og vald biskupanna hafi
verið skoðað í nýju og gagnrýnu ljósi og það orðið til að breyta stöðu þeirra
í framtíðinni.61
Verjandinn hélt uppi þeirri málsvörn að sökum þess að guðfræðingar
væru ekki á einu máli um hvort Arboe Rasmussen hefði komist í mótsögn
við játningar evangelísk-lútherskrar kirkju gæti hæstiréttur ekki fjallað um
hina kenningarlegu hlið málsins heldur yrði hann að einskorða dóm sinn við
óviðurkvæmilega um kristna kirkju, þjóðkirkjuna og skírnarjátninguna. V. Schau, „Meddelelser
fra den danske Höjesterets Praksis", Tidsskrifi for Retsvidenskab, 31. árg., 1.-2. h., 1918, bls.
78-80, hér bls. 78. Krisdne Garde, To laresager, bls. 481.
58 V. Schau, „Meddelclser", bls. 78.
59 Kristine Garde, To letresager, bls. 33-34. Þegar dómur synódalréttarins er lesinn 100 árum síðar
er ekki augljóst að líta megi á hann í heild sem „varnarræðu“. Það kann þó að eiga við afmarkaða
hluta hans þar sem vikið er að röksemdafærslu verjanda (Höjesteretstidende, bls. 192-193, 198).
I þessu sambandi má geta þess að a.m.k. einn af dómurum hæstaréttar taldi Poulsen biskup hafa
gert mistök í málinu er leitt hafi til þess að sýkna bæri Rasmussen af „súbjektívum“ ástæðum
(Kristine Garde, To lœresager, bls. 492). í heild virðist dómsorðið hins vegar vera einhliða og
„pólemísk'* 1 andmælaræða gegn guðfræðilegum viðhorfum Rasmussens sem m.a. er lýst sem
„individualistisk, kristelig Subjektivisme“ sem væri ósamræmanlegur „positiv luthersk Tankegang"
(Höjesteretstidende, bls. 175 sjá og 188, 197). Virðist dómurinn víða vel við hæfi sem ræða
sækjanda í málinu.
60 Kristine Garde, To laresager, bls. 71-90.
61 Sama rit, bls. 69-70.
106