Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Page 111
vangaveltur um samband ríkis og kirkju. I Danmörku vernduðu róttækir
ráðherrar einn umdeildasta fulltrúa hennar gegn aðgerðum biskupanna og
sýndu þar með vald sitt yfir kirkjunni. I Svíþjóð gætti og þeirrar afstöðu
meðal presta sem aðhylltust sósíalisma að ríkinu bæri að standa vörð um
nútímalega, frjálslynda guðfræði í ríkiskirkjunni þar í landi og byggja hana
að öðru leyti inn í jafnaðar- og samstöðusamfélagið (s. folkhemmet). En
hugmyndir um það voru í mótun á fyrstu áratugum aldarinnar þótt það
kæmist ekki í framkvæmd fyrr en á 4. áratugnum.67
Þótt málið gegn Arboe Rasmussen hafi verið höfðað að guðfræðilegu
tilefni um kenningarleg mál varð það pólitískt þegar á leið, bæði kirkjulega
og veraldlega. Má jafnvel færa rök fyrir því að það hafi orðið flokks-
pólitískt.68 Skýrir það að sumu leyti hversu lengi var tekist á í málinu
en einkum þó aðgerðir veraldlegra yfirvalda í kjölfar hæstaréttardómsins.
Sósíalistar og flokkurinn Radikal Venstre studdu Rasmussen, sem og vinstri
armur Grundtvigs-stefnunnar utan þessara flokka og innan. fhaldsmenn
og Ví’WJírí’-flokkurinn lögðust aftur á móti gegn honum ásamt þeim sem
standa vildu vörð um hefðbundnari guðfræði. Þá kölluðu lyktir málsins
og ekki síst Lex Vaalse fram umræður um aðskilnað ríkis og kirkju og
stofnuðu andstæðingar Rasmussens starfshóp leiðandi kirkjumanna er setja
skyldi fram tillögur um friðsamlegan aðskilnað. Þó varð niðurstaðan sú að
fylgjendur þess sem kallað var „den tálsomme folkekirke“ fóru með sigur af
hólmi.69 Það slagorð skal hér þýtt með „rúmgóða þjóðkirkjan" sem notað
var um hliðstætt fyrirbæri hér á landi á þessu skeiði.
Málið gegn Arboe Rasmussen leiddi einnig í ljós þörf á endurskoðun á
lögum og reglum sem gihu um meðferð kenningarlegra mála, en prófasts-
réttur sem þá var við lýði var ekki talinn samræmast ríkjandi hugmyndum,
hvorki á sviði lögfræði né guðfræði.70 Voru lög um hann skömmu síðar
felld úr gildi.
Tulkun H. C. V. Schau
Meðan fyrrgreint undantekningarástand ríkti í söfnuðinum í Válse (1918)
túlkaði Hans Christian Valdemar Schau (1857-1923), einn af 12 dómurum
hæstaréttar, dómsniðurstöðuna. I upphafi tók hann fram að dómurinn
67 Ingmar Brohed, Sveriges kyrkohistoria, bls. 35-36.
68 Kristine Garde, To laresager, bls. 19-21.
69 Martin Schwarz Lausten, Danmarks kirkehistorie, bls. 292-293.
70 Kristine Garde, To Uresager, bls. 14, 15.
109