Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Side 115
af kristendommen, naar dogmerne falder bort?“. Sá fyrirlestur var fluttur í
Folkets hus í Bergen í sama mánuði og stúdentafélagsfyrirlestur Rasmussens
sem hleypti málinu gegn honum af stað.81
Þess skal loks getið að hæstiréttur Norður-Dakótaríkis í Bandaríkjunum
felldi í lok árs 1914 dóm í máli sem risið hafði vegna klofnings í kirkju-
félagi Vestur-íslendinga. Nánar til tekið snerist málið um hvort minni-
hluta Þingvallasafnaðar í Görðum bæri að taka við eignum safnaðarins eða
hvort meirihlutinn sem sagt hafði sig úr kirkjufélaginu gæti gert tilkall til
þeirra. Röksemdafærslan fyrir dóminum snerist um hvort meirihlutinn hefði
fyrirgert eignatilkalli sínu með því að snúa baki við viðtekinni innblástur-
skenningu kirkjufélagsins, sem og hvaða skilning söfnuðurinn sjálfur hefði
aðhyllst í þessu efni fyrir klofninginn. Frá 1909 hafði meirihluti kirkju-
félagsins gerst hallur undir bókstaflegan innblástur Ritningarinnar er tryggði
villuleysi hennar82 I raun snerist deilan þó um hvort frjálslynda guðfræðin
gæti talist jafnrétthá játningartrúrri guðfræði en það sjónarmið hafði orðið
undir á kirkjuþingi í Winnipeg í júní 1909. Meirihluti Þingvallasafnaðar
taldi sig aftur á móti ekki hafa undirgengist þann biblíuskilning er varð
ofan á á þinginu og að hann hafi raunar verið óþekktur meðal Islendinga
fram til þessa.83 Aftur á móti aðhylltist meirihlutinn þá afstöðu að Biblían
væri „nœgilega innblásin í sáluhjálparefnum til þess að vera mönnum þar
fullgild og ábyggileg leiðbeining [leturbr. Fr. J. Bergm.].84 Rétturinn komst
að þeirri niðurstöðu að meirihlutinn hefði verið í fullum rétti að segja sig
úr kirkjufélaginu, söfnuðurinn hefði verið óbundinn af trú á bókstaflegan
innblástur, sem og að slíkur skilningur hefði ekki verið upphafleg kenning
kirkjufélagsins.
Mál þetta er efnislega ekki sambærilegt við mál Arboes Rasmussen en
sýnir að víða kom til dómsmála eða deilna sem settar voru niður með
öðrum formlegum hætti um þessar mundir þar sem beitt var guðfræði-
iegri röksemdafærslu. Rasmussen- og Konow-málin snerust beinlínis um
réttarstöðu frjálslyndrar guðfræði og þeirra nýju túlkana á kenningum
evangelísk-lúthersku kirkjunnar sem hún boðaði. I Þingvallasafnaðarmálinu
81 N. P. Arboe Rasmussen, „Dogmekirken“.
82 Friðrik J. Bergmann, Trú og þekking. Gömul og ný guðfrœði. Deilan um Biblíuna og málaferlin,
sem út afhenni risu með Vestur-íslendingum, Reykjavík: Prentsmiðjan Rún, 1916, bls. 255-261.
83 Valdemar J. Eylands, íslenzk kristni í Vesturheimi, Reykjavík: Þjóðkirkja íslands, 1977, bls.
103-113.
84 FriðrikJ. Bergmann, Trú ogþekking, bls. 261.
113