Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Page 117

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Page 117
veitti frjálslyndu guðfræðinni hvorki hér á landi né í Danmörku þann „borgararétt“ í kirkjunni sem Jón og ýmsir lagsbræður hans vildu álíta. Er þar að finna helstu niðurstöðu rannsóknarinnar. Slíka formlega viðurkenn- ingu hlaut frjálslynda guðfræðin raunar aldrei. Hér á landi skipti mun meira máli að um það leyti sem dómurinn féll varð Jón Helgason biskup og festi það guðfræðistefnu hans mjög í sessi og olli miklu um áframhaldandi nývæðingu í kirkjunni að þessu leyti. Það er athyglisvert að hér á landi kom aldrei til málssókna eða annarra formlegra aðgerða gegn prestum á 20. öld vegna kenningar þeirra, öfugt við það sem nokkrum sinnum hefur gerst í Danmörku. Skýringin á að til slíkra mála kom ekki gegn frjálslyndu guðfræðinni er ugglaust sú að á blómatíma hennar fylgdu biskupar landsins henni allir að málum. Því hefði orðið að höfða mál gegn kirkjuforystunni og vissulega hlýtur það að hafa þótt hátt reitt. Eftir daga þessarar guðfræðistefnu hafa aftur á móti ekki komið fram guðfræðilegar túlkanir hér sem þótt hafa kalla á formlegan úrskurð í réttarkerfinu. Það dómsmál sem hér var rakið er annars að ýmsu leyti áhugavert. í því reyndi formlega á kennivald dönsku biskupanna miðað við kennivald „fag- guðfræðinga“ í þjónustu kirkjunnar eða háskólanna og vó rödd biskupanna ekki þyngra í dómskerfmu. Umfram allt leiddi málið þó í ljós tvenns konar kirkjuskilning: Annars vegar var um að ræða hugmyndir um opna eða rúmgóða þjóðkirkju sem frjálslyndir guðfræðingar og róttækur armur stjórnmálanna í Danmörku barðist fyrir og áleit að ríkinu bæri að vernda. Þetta kom skýrt fram í lyktum málsins gegn Arboe Rasmussen. Hæstiréttur ætlaði kirkjulegum stjórnvöldum að ákvarða um stöðu Rasmussens í fram- tíðinni og það gerði kirkjumálaráðherra í trássi við biskupana með því að veita Rasmussen embætti og taka sjálfur yfir tilsjón með kristnihaldi í prestakalli hans. Þar með snerist hann til varnar fyrir hina rúmgóðu kirkju. Hins vegar kom fram í málinu sá skilningur að kirkjan hlyti ávallt að hvíla á afmörkuðum kenningargrunni og vera að því leyti skýrt skilgreind eða lokuð og hölluðust biskuparnir og a.m.k. meirihluti hæstaréttar að honum. Lyktir málsins gegn Arboe Rasmussen varpa skýru ljósi á náin tengsl ríkis og kirkju í Danmörku á 20. öld. Þau tengsl hafa haldist allt til þessa. Hér á landi gætti á hinn bóginn þróunar í átt að kirkjulegu sjálfstæði með tilkomu kirkjuþings og kirkjuráðs um miðbik 20. aldar. Sú þróun náði lengst með setningu þjóðkirkjulaganna nr. 78/1997. Þessi sjálfstæðisþróun 115
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.