Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Qupperneq 121
2. Tveir íslenskir fræðimenn um Siðferði mótmælenda og
auðhyggjuna
Enda þótt þó nokkuð hafi verið ritað um Max Weber á íslensku verður
hér aðallega stuðst við tvær greinar. Annars vegar er þar um að ræða grein
Geirs Sigurðssonar, „Vinnudýrkun, meinlæti og vítahringur neyslunnar“,
frá 19982 og hins vegar inngang Sigurðar Líndals að Mennt og máttur,
fyrirlestrum Webers í lærdómsriti Bókmenntafélagsins frá 1973.3
í inngangi sínum að Mennt og máttur reifar Sigurður Líndal m.a. helstu
skoðanir Webers í Siðferði mótmælenda og auðhyggjunni.4 Sigurður telur
Weber vera jafnoka þeirra Karls Marx og Sigmunds Freud en það sem skilji
þá að sé að meðan sjónarmið Marx og Freuds hafi hlotið þau örlög „að
útvatnast í höndum lýðskrumara og vera hafm til trúarbragða með áróðri
eða yfirvaldsboði", hafi Weber tekist „að ganga svo frá ritum sínum, að
upp úr þeim hafa, að minnsta kosd enn sem komið er, ekki verið soðin
nein tízkubundin játningarit“.5 Samkvæmt Sigurði er Weber holdgervingur
fræðimanns sem setur hugmyndir sínar fram í fullri vitund um að innan
vísindasamfélagsins veki þær umræður, úreldist og séu loks leystar af hólmi
af nýjum hugmyndum. Það kemur því lítt á óvart að grundvallarsjónarmið
Webers, forsenda hans og kenning sé einmitt að hugmyndir mannsins um
veruleikann séu megindrifkraftur sögunnar. „Þá skýringu, að hugmyndir
séu ekki annað en endurspeglan efnahagsaðstæðna, eins og Marx heldur
fram, telur Weber allt of mikla einföldun,“ segir Sigurður.6 I riti sínu
Siðferði mótmælenda og auðhyggjan sýni Weber fram á þetta og reifi
hvernig forútvalningarkenning kalvínismans hafi stuðlað að kapítalískri
samfélagsgerð. Sigurður orðar kenningu Webers svo að „varanlegustu
áhrif Kalvínstrúarinnar á hagþróunina“ hafi verið þau „að veita sálarlausri,
vélrænni vinnu og kaldri reikningslist í viðskiptum trúarlega réttlætingu“.7
2 Geir Sigurðsson, „Vinnudýrkun, meinlæti og vítahringur neyslunnar", Skírnir, haust, Reykjavík,
1998, 339-356.
3 Sigurður Líndal, „Inngangur", Max Weber, Mennt og máttur, 3. útg., Reykjavík, 1996, 9-68.
Rétt er að geta greinar Ágústs Hjartar Ingþórssonar um Weber, „Járnbúr skrifræðis og skynsemi“,
Hugur, 2. árg., Reykjavík, 1992, 91-111. Umfjöllunarefni hennar er aftur á móti ekki Siðferði
mótmælenda og auðhyggjan.
4 Sigurður Líndal, „Inngangur", 14—48.
5 Sigurður Líndal, „Inngangur11, 19.
6 Sigurður Líndal, „Inngangur", 38.
7 Sigurður Líndal, „Inngangur", 30.
119