Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Page 122
í riti sínu sýni Weber fram á, að trúin réð úrslitum um að fjármagnskerfi
Vesturlanda varð til. Sigurður heldur áfram:
Kalvínstrúarmaðurinn hefur engin úrræði til að bæta fyrir þær syndir,
sem honum verður á að drýgja. Þetta felur í sér, að hann verður að þraut-
skipuleggja líf sitt í þjónustu guðs og hverfa umsvifalaust frá öllu fálmi og
stefnuleysi, sem aðrar kirkjudeildir umbera með því að veita endurtekin
tækifæri [...] þar kemur aðeins eitt að gagni: sleitulaust starf. Þetta er sú
meinlætahyggja, sem tengir saman siðfræði Kalvínstrúarinnar og auðhyggj-
una.8
Sigurður leitast síðan við að tengja framsetningu Webers við íslenska
orðræðu. Hann álítur að hjá landanum og í ritum hans votti víða fyrir
svipuðum áherslum og er að finna í greiningu Webers á kalvínistum og
gengur Sigurður langt í að heimfæra texta hans og hugmyndir upp á íslenska
sögu og aðstæður í samtímanum.
Sömu tilhneigingar gætir í umfjöllun Geirs Sigurðssonar9 þar sem hann
gerir grein fyrir viðhorfum til veraldlegrar vinnu frá Forn-Grikkjum til
Lúthers og síðan til Webers. Geir dregur m.a. fram hvaða áhrif skilningur
ritningarinnar á vægi vinnunnar og guðfræðileg túlkun hennar hjá Lúther
hefur haft á vinnusiðferði í vestrænni menningu. I framsetningu sinni þræðir
Geir sig eftir texta Webers, þar sem hinni frægu neðanmálsgrein nr. 56 og
blaðsíðu 65 og 66 eru gerð góð skil.10 Að mati Geirs veitir kenning Lúthers
um réttlætingu af trú jafnt verkum sem hinu veraldlega sviði sjálfstætt
vægi. Hún rífi niður þann múr sem hafi verið settur á milli hins andlega
lífs (lat. vita contemplativa) og hins veraldlega (lat. vita activa) sem tveggja
andstæðna. Lúther er samkvæmt Geir hugsanlega sá fyrsti í menningarsögu
Vesturlanda sem setur fram „guðfræðilega eða frumspekilega réttlætingu á
veraldlegri vinnu“.u Að mati Geirs er það aftur á móti Kalvín sem veitir
kenningunni hagnýta útfærslu með því að tengja hana við persónulega
sáluhjálp einstaklingsins.12
8 Sigurður Líndal, „Inngangur", 28-29.
9 Geir Sigurðsson, „Vinnudýrkun, meinUti og vitahringur neyslunnar", 339-340, 352-354.
10 Geir Sigurðsson, „Vinnudýrkun, meinlæti og vítahringur neyslunnar“, 347-348. Max Weber, Die
protestantische Ethik und der Geist des Kapitalismus, 96, 126-131 [65-66].
11 Geir Sigurðsson, „Vinnudýrkun, meinlæti og vítahringur neyslunnar1*, 348.
12 Geir Sigurðsson, „Vinnudýrkun, meinlæti og vítahringur neyslunnar", 349.
120