Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Síða 124

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Síða 124
Geir tekur undir með Weber að smám saman hafi losnað um þessa trúarlegu skilgreiningu vinnunnar í kapítalísku samfélagi Vesturlanda. Fyrir vikið lifi nú hugmyndin um sjálfstætt vægi vinnunnar sjálfstæðu lífi í hugum Vesturlandabúa án allra tengsla við útvalningu og handanveru. Þá stöðu og það tóm sem trúin skilur eftir hafi neysluhyggjan fyllt. Það sem nú sé orðið einkennandi fyrir vestræna menningu séu náin tengsl vinnu og neyslu í stað þeirra nánu tengsla vinnu og trúarlegs siðferðis sem Kalvín og arftakar hans héldu á lofti. í framsetningu Sigurðar og Geirs er ljóst að Weber dregur fram vægi hins trúarlega þáttar fyrir þróun kapítalismans, hvernig kapítalisminn tekur á sig æ skýrari mynd efnahagskerfis og loks hvernig smám saman losnar um trúarlegan grundvöll hans og hann verður að hreinu „immanent kerfi“ eða kerfi alfarið innan hérverunnar. I þessu samhengi vaknar eftirfarandi spurning: Hvaða guðfræðilega kerfi notar Weber í greiningum sínum og hvað býr að baki umfjöllun hans um guðfræði Lúthers? Max Weber svarar henni árið 1910 í andsvari við gagnrýni á greinar sínar um siðferði mótmælenda og auðhyggjuna. Þar fjallar Weber um þá tilhneigingu gagnrýnenda hans að leggja að jöfnu greiningu hans og guðfræðingsins Ernsts Troeltsch (1865-1923) vinar síns á sama efni. Þetta gangi það langt að fjallað sé um „Weber-Troeltsch-tilgátuna“ og það sem annar segi sé eignað hinum og öfugt.16 Weber andmælir þessu að hluta og bendir á að félagslegi þátturinn sé aðallega í forgrunni hjá sér en hjá Troeltsch sé það guðfræðilegi þátturinn. Það kemur lítt á óvart að í umræðunni hafi kenningar þeirra félaga verið settar saman. Þeir voru jafnt fræðilega sem og persónulega nánir. Fjölskyldur þeirra bjuggu t.d. um árabil í sama húsi í Heidelberg (1910-1914) og mikill samgangur var á milli þeirra.17 Þegar Max Weber gat ekki eða treysti sér ekki til að fjalla um skrif sín hjá Der Verband Historiker Deutschlands árið 1906, bað hann vin sinn Ernst Troeltsch um að taka að sér fyrir- lesturinn.18 Troeltsch varð við þeirri bón og hélt þar sinn fræga fyrirlestur „Die Bedeutung des Protestantismus fúr die moderne Welt“ þar sem hann 16 Max Weber, Die protestantische Ethik und der Geist des Kapitalismus, 343. 17 Hans-Georg Drescher, Ernst Troeltsch - Leben und Werk, Göttingen, 1991, 209-215. 18 Ernst Troeltsch, „Die Bedeutung des Protestantismus fur die moderne Welt“ (1906-1911), í Ernst Troeltsch Kritische Gesamtausgabe, Band 8, ritstj. Trutz Rendtorff og Stefan Pautler, Berlín, 2001, 201 [200-321]. 122
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.