Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Síða 129
og hið veraldlega svið varð þess í stað að vettvangi helgunar og góðra verka.
I kalvínismanum var svo gengið enn lengra og samfélagið í heild skilgreint
sem helgur söfnuður Guðs. Að mati Troeltsch er munurinn hér á Lúther
og Kalvín sá að lúthersdómur tengist frekar menningu meðan kalvínismi
tengist meinlætum. Þetta eru allt hugmyndir sem mæta okkur í áðurnefndu
riti Max Weber.
4. Vægi mótmælenda í tilurð nútímans
Troeltsch hverfur frá þeirri stefnu Ritschls að skilgreina siðbótina og
siðbótarmanninn innan frá eða í samhengi guðfræði hans og vill þess í stað
meta siðbótina í samhengi félagssögunnar sem varð æ meira mótandi innan
umræðunnar. Dómur Troeltsch um siðbótina er neikvæðari en almennt
gengur og gerist innan frjálslyndu guðfræðinnar. Troeltsch metur það svo
að rætur nýmótmælendahreyfmgarinnar (þ. Neuprotestantismus) að meðtal-
inni frjálslyndu guðfræðinni sé einungis að hluta til að finna í siðbótinni.
Uppruna hans og þar með nútímans beri mun fremur að leita í trúarhugsun
fullorðinsskírenda, húmanismanum og umfram allt upplýsingarstefnunni.
Að mati Troeltsch markar upplýsingin upphaf nútímans en ekki siðbótin
enda einungis brú á milli miðalda og nútíma. Hugtakið nútími er hér
þýðing á þýska hugtakinu „moderne“ sem samkvæmt Troeltsch afmarkast
ekki við sögulegt tímabil, heldur tengist „vísindahyggju“ vestrænnar menn-
ingar. Mótandi fyrir nútímann sé m.a. sögulegt afstæði og raunhyggja.
Siðbótinni fylgi þó trúarlegar áherslur sem vísi til nútímans og beri að taka
tillit til þess. I fyrirlestrinum „Die Bedeutung des Protestantismus fúr die
moderne ’Welt" rekur Troeltsch helstu þætti og þróun þessara áherslna.27
Einkenni miðalda samkvæmt Troeltsch er „Autoritátkultur“ og
„Monismus“ eða kennivaldshyggja og einhyggja. Skipan veruleikans er
þar ein heild, sem sameinar meinlæti og hugmyndina um náttúrulega
skipan veruleikans. Nútímann einkennir aftur á móti hugmyndafræðileg,
efnahagsleg og félagsleg fjölhyggja þar sem sjálfræði, einstaklingshyggja,
afstæði og umburðarlyndi eru miðlæg. Áherslan hvílir á hérverunni (þ.
Immanenz) en ekki handanverunni (þ. Transzendenz) og einkennist af
framfaratrú og tæknihyggju sem setja svip á stjórnmál, efnahagslíf og tækni.
Það getur því ekki talist óvænt að dregin skuli fram andstæða nútímans við
27 Trutz RendtorfF, „Einleitung“, 515-523 [1-52]. Trutz RendtorfF, „Vorbemerkung", 202-203
[201-207]. Ernst Troeltsch, „Die Bedeutung des Protestantismus fiir die moderne Welt“, 217-
218.
127