Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Qupperneq 130
heim miðalda í allri fræðilegri greiningu á honum. Fyrir vikið er jafnan
vísað til eftirfarandi andstæðna: jákvæðni (þ. Optimismus) gegn neikvæðni
(þ. Pessimismus), vísindi gegn opinberun, skynsemi gegn trúarsetningum,
velmegun gegn meinlæti, hérvera gegn handanveru, einstaklingshyggja gegn
hlýðni og menningarleg fjölbreytni gegn menningarlegri forræðishyggju
kirkjustofnunar.28
Þessari stöðu er líka lýst með syndafallskenningum um að búið sé að
sundra samfélagseiningu miðalda og afleiðing þess sé firring og upplausn
í samtímanum. Slík greining stenst þó ekki, að mati Troeltsch, þar sem
í nútímanum eigi sér stað sífelld endurmótun samfélagsins.29 Nútíminn
samanstandi af of mörgum þráðum til að hægt sé að rekja þá alla. Greinilegt
sé þó að einstaklingshyggja samtímans sé óhugsandi án spámanna Gamla
testamentisins og áherslu kristninnar og ekki síst siðbótarinnar á mikilvægi
persónulegrar trúar.30 Þegar greina þurfi tilurð nútímans verði því að skoða
þátt siðbótarinnar.
Troeltsch greinir hér á milli gamalmótmælendahyggjunnar - sem stundum
er nefnd rétttrúnaður eða ortódoxía - og nýmótmælendahyggjunnar í formi
m.a. frjálslyndu guðfræðinnar. Lútherski rétttrúnaðurinn er að hans mati
röklegt framhald afeinhyggju (þ. Einheitskultur) miðalda. Rétttrúnaðurinn
hafi því ekki átt samleið með húmanisma, svonefndum endurskírendum eða
öðrum vingltrúarhópum,31 sem höfðu mikil áhrif á mótun heimsmyndar
nútímans.
Troeltsch gerir skýran greinarmun á kalvínskum og lútherskum rétt-
trúnaði og telur kalvínismann standa nær nútímanum.32 Það er aftur á móti
fyrst með nýmótmælendahyggjunni sem þau einkenni nútímans koma fram
meðal mótmælenda. Troeltsch segir að ekki eigi að draga beinu línu frá
siðbótinni til nútímans. Siðbótin sé það tengd miðöldum að ómögulegt sé
að meta allt frá henni sem leifar í táknheimi siðbótarinnar. Samband tákn-
heims siðbótarinnar við miðaldir sé grundvallaratriði. Hjálpræðisspurningin
sem Lúther glímdi við tilheyri þannig miðöldum. Því komi lítt á óvart að
28 Hermann Fischer, „Die Ambivalenz der Moderne - Zu Troeltsch Verhaltnisbestimmung von
Reformation und Neuzeit“, í Troeltsch - Studien, Band 3, Protestantismus und Neuzeit, ritstj.
Horst Renz og Friedrich Wilhelm Graf, Giitersloh, 1984, 75 [54-77].
29 Ernst Troeltsch, „Die Bedeutung des Protestantismus fiir die moderne Welt“, 18.
30 Ernst Troeltsch, „Die Bedeutung des Protestantismus fur die moderne Welt“, 21-22 [220-221].
31 Um er að ræða hópa sem fylgdu ekki þeirri guðfræði og uppbyggingu trúarsamfélagsins sem
kirkjustofnunin lagði til.
32 Ernst Troeltsch, „Die Bedeutung des Protestantismus fur die moderne Welt“, 30 [231].
128