Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Qupperneq 133
lega stöðu mótmælenda. í þessu samhengi rannsakar Weber sérstaklega
samfélagslegar afleiðingar kenningar siðbótarmanna um köllunina. Ritið
samanstendur af ritgerðum sem Weber birti á árunum 1904 til 1906,43 en
1919 til 1920 endurskoðaði hann þær og endurbætti svo þær mynda skýra
og heildstæða mynd.
Erfitt er að ná utan um umfjöllunina um rit Webers. Menn hafa gagnrýnt
aðferð eða nálgun viðfangsefnisins, að sjónarhornið sé þröngt, ekki sé unnið
nægilega úr þeim gögnum sem vísað er til o.s.frv. Aðrir vilja túlka textann
í nánum tengslum við lífshlaup Webers. Þannig á textinn að endurspegla
baráttu hans við þunglyndi og einsemd,44 jafnvel endurspegla kynferðislega
erfiðleika,45 eða vitna um hnignun menningarhyggju mótmælendastefn-
unnar í byrjun 20. aldar.46 Félagsfræðingurinn Dirk Kaesler leitast aftur á
móti við að fjalla um textann eins og hann kemur fyrir. Mikilvægi hans felist
í því hvernig Weber takist í riti sínu að gera grein fyrir skynsemisvæðingu
og hagræðingu þess tíma. Framsókn skynseminnar sem ákveðins viðhorfs
til að takast á við lífið47 móti og einkenni vestrænt kapítalískt samfélag. Að
mati Kaeslers stendur grunngreining Webers, þrátt fyrir að útfærsla hans
og efnistök hafi augljósa annmarka. Fiér verður efni greinanna rakið til að
draga fram meginútlínur framsetningarinnar.
í upphafi ritsins vísar Weber til greiningar Wemers Sombart (1863-1941)
sem árið 1902 gaf út tveggja binda rit sitt Der moderne Kapitalismus en
þar er sýnt fram á þátt kalvínisma og kvekara í þróun kapítalisma.48 Innan
fræðanna hafði þá um þó nokkurn tíma verið rætt um samband trúar og
efnahagslegrar þróunar. Max Weber hafði tekið þátt í umræðunni með
áðurnefndum greinaskrifum, en áhugi hans beindist þar fyrst og fremst
43 Dirk Kaesler, „Einleitung", í Max Weber, Dieprotestantische Ethik und der Geist des Kapitalismus
— Vollstandige Ausgabe, 17-22 [7-64].
44 Hartmut Lehmann, Max Webers »Protestantische Ethik«, Götdngen, 1996, 104-127. Framsetning
Lehmanns líður nokkuð fyrir einhliða rómversk-kaþólskan útgangspunkt í greiningu á
mótmælandanum Max Weber.
45 Joachim Radkau, Max Weber - Die Leidenschafi des Denkens, Miinchen, 2005, 316-350.
46 Heinz Steinert, Max Webers unwiderlegbare Fehlkonstruktion. Die protestantische Ethik und der
Geist des Kapitalismus, Frankfurt am Main, 2000.
47 Ágúst Hjörtur Ingþórsson segir í þessu samhengi: ,,„Framsóknin“ felst í því einu að menn verða
sífellt skilvirkari í athöfnum sínum; þeir ná markmiðum sínum betur með minni tilkostnaði en
áður og í því er framsóknin, og þá væntanlega framförin, fólgin.“ Ágúst Hjörtur Ingþórsson,
„Járnbúr skrifræðis og skynsemi“,102.
48 Max Weber, Die protestantische Ethik und der Geist des Kapitalismus, 65 [18].
131