Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Qupperneq 135
takmarkað skýringargildi.55 Sú staðreynd þarfnist skýringa að viðskiptaleg
skarpskyggni og iðjusemi einkenni ekki bara einstaklinga, heldur heilu
þjóðfélagshópana sem tilheyri mótmælendum og séu sérlega áberandi meðal
kalvínista og í sértrúarhópum.56
Samkvæmt Weber er ekki hægt að losa samfélagsleg áhrif sýnar mótmæl-
enda á veruleika manns og heims, úr sínu sögulega samhengi. Hvað þá
að tengja hana við óhlutbundnar kenningar. Weber leitast þess vegna við
að binda rannsóknina við sögulegar persónur sem sameini helstu þætti
sýnarinnar. Hann leitar dæma um útfærslu hennar eða anda auðhyggjunnar
og finnur þau í ráðleggingum Benjamíns Franklíns (1706-1790) til ungra
kaupsýslumanna.57
Að mati Webers setur Benjamín Franklín þar ekki eingöngu fram
skynsamlegar leiðbeiningar, heldur setur þar í orð vinnusiðferði sem gerir
einstaklinginn og skyldur hans að einni órjúfanlegri heild.58 í þessum
reglum Benjamíns birtist skýrt og skorinort andi kapítalískrar menningar
Vesturlanda, sem sé allt annars eðlis en gróðahyggja íyrri tíma. Samkvæmt
Weber er manninum eðlislægt að vinna ekki meira en hann þarf til að
framfleyta sér og sínum. Vinnan tengist erfiði lífsbaráttunnar og jafnvel
böli. I því samhengi nægir að minna á það sem segir í Ritningunni, „þá sé
akurlendið bölvað þín vegna. Með erfiði skaltu hafa viðurværi af því alla
þína ævidaga [...] I sveita þíns andlits skaltu brauðs þíns neyta“ (1M 3.17,
19). Kapítalismi vestrænnar menningar mótast aftur á móti af jákvæðri
afstöðu til iðjusemi og vinnu og eru rökin fyrir því dregin fram í texta
Benjamíns. Fyrir það fyrsta er tími peningar og í annan stað á hið sama
við um traustið. Menn verða að gæta að mannorði sínu og rísa undir þvf
trausti sem borið er til þeirra. í þriðja lagi krefst fé ávöxtunar sem ber að
virða. I krafti heiðarleika, iðjusemi og samviskusemi eru áðurnefnd atriði
haldin í heiðri. Gott mannorð er þar með í orðsins fyllstu merkingu gulls
ígildi.59 Vinnan er hér ekki skilin sem nauðsynlegur þáttur lífsins, heldur
er gerð að inntaki þess.
55 Max Weber, Die protestantische Ethik und der Geist des Kapitalismus, 69 [24].
56 Max Weber, Die protestantische Ethik und der Geist des Kapitalismus, 70-71 [26].
57 Það breytir litlu varðandi greininguna að Weber virði ekki sem skyldi háðið er býr að baki skrifum
Benjamíns. Dirk Kaesler, Max Weber, Miinchen, 2011, 43.
58 Max Weber, Dieprotestantische Ethik und der Geist des Kapitalismus, 76-77 [33-34].
59 Max Weber, Dieprotestantische Ethik und der Geist des Kapitalismus, 75-76 [31-32].
133