Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Blaðsíða 137

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Blaðsíða 137
Ernst Troeltsch.62 Ritskýring Lúthers leiddi, samkvæmt Weber, til þess að hið veraldlega svið og hið andlega svið voru ekki lengur túlkuð að hætti miðaldakirkjunnar sem tvær andstæður í ytri veruleika mannsins. Þ.e.a.s. að um væri að ræða ríki Guðs, er kirkjan sem stofnun væri fulltrúi fyrir, sem stæði andspænis ríki heimsins, er ríkisvaldið væri fulltrúi fyrir. Lúther hafnaði þeim skilningi og batt hið veraldlega og andlega ríki saman við tvö svið mannlegrar tilveru. Þau snúa að mati Lúthers að ytri og innri veruleika mannsins. Veraldlega sviðinu, ytri veruleika mannsins, tilheyra verkin eða vinnan (þ. Beruf). Andlega sviðinu tilheyrir aftur á móti innri veruleiki mannsins, en að honum snýr trúin. í samhengi þessa tengir Lúther helgun og köllun við vinnu en það leiðir til þess að öll vinna og allt veraldarvafstur er metið sem köllun. Vinnan verður köllun. Vettvangur náungakærleikans er veraldlega sviðið og vinnan er farvegur góðverka. Helgun er ekki lengur bundin við afmarkaðan veruleika klausturlífs, heldur alfarið hið veraldlega svið. I guðfræði siðbótarmanna verður sú helgun, sem bundin var m.a. við klausturlíf, að táknmynd sjálfhverfu og ástleysis, en hið veraldlega líf aftur á móti verður að vettvangi náungakærleika og sannrar guðsþjónustu.63 Lúther losar, að mati Webers, auk þessa vinnuna undan klafa gróða- og eignahyggju. Hún fær vægi í sjálfri sér. Vinnan er manninum eðlislæg og er raungerð í lífi hans.64 Það má orða það svo að eftirfylgdin við Krist eigi sér stað í erli dagsins og verði sýnileg í vinnu daglegs lífs. Það kemur þar með ekki á óvart að Lúther gagnrýni spákaupmennsku, okur og gróðahyggju. Vinnusiðferði Lúthers spyrnir gegn því neikvæða sjónarmiði til vinnu að hún sé ill nauðsyn og tæki gróðahyggju og veitir henni þess í stað sjálfstætt vægi þar sem hún réttlætir sjálfa sig.65 Lúther tókst þó ekki að brjótast alfarið undan hefð miðaldakirkjunnar því að hann heldur í þann skilning að hver maður verði að aðlaga sig þeim stað og þeirri stöðu sem hann tilheyrir. I vinnusiðferði Lúthers er það skref 62 í neðanmálsgreinum nr. 54-82 (Max Weber, Die protestantische Ethik und der Geist des Kapitalismus, 125-131) rekur Weber þessa þróun með ítarlegri hliðsjón af guðfræðilegum rannsóknum m.a. þeirra Karls Chrisdans Eger (1864-1945), Ernsts Troeltsch og Reinholds Seeberg (1859-1935) á guðfræði og starfi siðbótarmannsins. 63 Max Weber, Die protestantische Ethik und der Geist des Kapitalismus, 99 [74]. 64 Þessi áhersla Webers þarfnast leiðréttingar því að Lúther segir vissulega: „Manninum er eins eðlislægt að vinna og fuglinum að fljúga.“ WA 17 I, 23. Þessi setning segir mikið um gildi vinnunnar en líka um mörk hennar fyrir manninn. Vinnan er manninum vissulega eðlislæg, en hún er sem slík hvorki grundvöllur lífs hans né markmið. Fuglinn sest líka. 65 Max Weber, Die protestantische Ethik und der Geist des Kapitalismus, 99 [74].
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.