Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Blaðsíða 141
menn því í starf og rekstur sinn. í kalvínskum samfélögum létu einstaklingar
samfélagið líka njóta ávaxta erfiðis síns.77
I þessu samhengi skiptir einnig máli sú kenning að kirkja útvaldra er
ekki sýnileg í veröldinni, heldur hulin í söfnuðinum.78 Sú skoðun leiddi
enn frekar til þess að einstaklingurinn tengdist útvalningu og vinnusiðferði
kalvínismans varð að „meinlætahyggju þessa heims“79 þar sem hagræðing
og skynsemisvæðing lífsins er lögð að jöfnu við helgun.
Weber dregur fram þessa þætti í áðurnefndum trúarstefnum meðal
mótmælenda (þ.e. í píetismanum og hjá meþódistum).80 Það er aftur á
móti fyrst innan sértrúarsafnaða fullorðinsskírenda og kvekara að forsendur
þessa vinnusiðferðis verða hvað skýrastar. Meðal kvekara er jafnt til staðar
róttæk trúarleg einstaklingshyggja og vitund um afhelgun veruleikans.81
Einkennandi í hreyfmgum fullorðinsskírenda er vantraust gagnvart kerfis-
bundinni greiningu á inntaki sem og framsetningu trúar eða trúfræðikenn-
inga. Sú afstaða var réttlætt með vísun til þess einfalda siðaboðskapar sem
einkenna átti málflutning Jesú og líf manna í frumsöfnuðinum. Þetta kemur
vel fram hjá kvekurum. Þeir hafna réttmæti þess að sérstök stétt kennimanna
eða presta sjái um að túlka Biblíuna og trúararfinn.82 Auk þessa víkur
Ritningin meðal kvekara sem mælikvarði og farvegur íhugunar trúarinnar
fyrir áherslu á verk andans. En þegar það á við blæs andinn mönnum
sannleikanum í brjóst. Hann víkur svo að segja orðinu og útleggingu þess
til hliðar. í þessu samhengi er rétt að geta þess, að samkvæmt Lúther er í
ljósi vitnisburðar Ritningarinnar ekki mögulegt að skilja að orð og anda.83
Það er aftur á móti gert hér og einstaklingurinn þar með einn persónulega
ábyrgur fyrir trúnni og ræktun hennar. Hann er sjálfum sér prestur.84 Að
77 Karl Holl, „Die Frage des Zinsnehmens und des Wuchers in der reformierten Kirche",
Gesammelten Aufsdtze zur Kirchengeschichte, Band III, Der Westen, Tiibingen, 1928, 385-386,
398-399, [385-403].
78 Max Weber, Die protestantische Ethik und der Geist des Kapitalismus, 149 [102-103].
79 Max Weber, Die protestantische Ethik und der Geist des Kapitalismus, 158 [120].
80 Max Weber, Dieprotestantische Ethik und der Geist des Kapitalismus, 162-175 [128-154].
81 Max Weber, Dieprotestantische Ethik und der Geist des Kapitalismus, 178 [158-159].
82 f greinum sínum „Die protestantischen Sekten und der Geist des Kapitalismus“ og „Kirchen und
Sekten“ fjallar Weber nánar um þessa þætti. Max Weber, Dieprotestantische Ethik und der Geist
des Kapitalismus, 277-308 [208-236]; 309-322.
83 Martin Luther, Wider die himmlischen Propheten, WA 18, 62-125; Von Wiedertaufe an zwei
Pfarrherrn, WA 26, 137-174.
84 Max Weber, Die protestantische Ethik und der Geist des Kapitalismus, 176 [155-157].
139