Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Page 165
og benda á að þolendur, einkum börn, skríði mjög oft inn í skel í kjölfar
ofbeldis. Brotið hafi verið gegn sjálfsvirðingu þeirra og það skapi reiði og
biturð sem hindri börnin í að halda áfram á eðlilegri þroskabraut. Neikvæð
skömm er því vanmetakennd sem tengist oft sjálfsásökunum, sú upplifun
að finnast maður vera aðskotahlutur og einskis virði. Hún getur í versta falli
líkst sálrænni lömun og leitt til dauða.
Skömm og sektarkennd verða ekki aðskildar með góðu móti ef marka
má fagfólk sem hefur reynslu af vinnu með þolendum kynferðisofbeldis
og annarra áfalla. Sumir telja að sektarkenndin tengist fremur breytni,
en skömmin frekar persónunni sjálfri. Á milli persónu og breytni hennar
eru þó alltaf náin tengsl. Mikil áhersla er á það lögð í þessari grein að
skilja af hverju þolendur af báðum kynjum, ekki síst börn, taka á sig sök
á því sem þau áttu hlutdeild í en báru þó augljóslega ekki ábyrgð á. Svar
meðferðaraðila virðist einhlítt: Þau gera það til að lifa af. Þau viðurkenna
sekt til að þurfa ekki að horfast í augu við þá hræðilegu staðreynd að hafa
verið svikin sem börn. Sektarkennd barna á upptök í erfiðri reynslu og svo
virðist sem það sé auðveldara fyrir þau að viðurkenna að þau hafi átt aðild
að því ranga sem gerðist en að viðurkenna algert valdaleysi, viðurkenna að
hafa verið hlunnfarin. Sálrænt séð er minni ógn í því fólgin fyrir þau að líta
svo á að maður beri ábyrgð á verknaðinum og sé þar af leiðandi myndug
persóna en að horfast í augu við að hafa verið algjört fórnarlamb sem átti
sér engrar undankomu auðið.
Lykilhugtök: skömm, sektarkennd, kynferðislegt ofbeldi, börn, siðferði-
legar tilfinningar
Abstract
The article discusses the concept of shame as a moral emotion and in
what circumstances such an emotion arises. Is shame only negative or is
it possible so see something positive in it? The discourse on shame often
links to another moral emotion: guilt. The connection between these two
supposedly negative emotions are discussed and scrutinized. In the study
of these concepts the writings of philosophers such as Aristotle, Thomas
of Aquino, Spinoza and Bernard Williams are reviewed. The knowledge of
those involved in the therapy of sexual abuse and other abuse is also sought.
Amongst these are Johan Beck-Friis, E. Sue Blume, Theo van der Weele and
Marie M Fortune. Their insight and knowledge is used in the discussion of
163
L