Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Side 168

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Side 168
Reinhartz nefnir reyndar tvennt til viðbótar varðandi val á kvikmyndum, annars vegar þann fyrirvara að tilgangurinn hafi ekki verið að velja fimmtíu bestu biblíumyndirnar. Lesandinn finni sem sagt ekkert „regluritasafn“ biblíumyndanna í bókinni. Hins vegar að valið á myndum sé takmarkað við þær kvikmyndir sem hún geti hugsað sér að horfa á: „listinn yfir kvikmyndir sem er fjallað um hér hleypur yfir kvikmyndagreinar - til að mynda hryll- ingsmyndir, myndir um særingar og vampírumyndir - þar sem hugsanlegt er að fjallað sé um Biblíuna, en ég get ekki hugsað mér að horfa á“. (xvii) Þetta er aðdáunarverð hreinskilni en þýðir aftur á móti að hlaupið er yfir mikilvægar kvikmyndir, svo sem Bless the Child, Bram Stoker’s Dracula að ógleymdri hinni ógleymanlegu Jesus Christ Vampire Hunter. Þá læðist að lesandanum sá grunur að ritstjórinn hafi ekki farið að öllu leyti eftir eigin mælikvörðum. Til dæmis er í bókinni fjallað um píslarmyndina The Passion ofthe Christ, en atriði í henni gefa blóðugustu hryllingsmyndum ekkert eftir. Fjölbreyttar aðferðir Reinhartz getur þess einnig í innganginum að hverjum höfundi hafi verið það í sjálfsvald sett að fjalla um kvikmyndina með þeim aðferðum og nálgunum sem hann beitir í sínum rannsóknum. Það leiðir til þess að lesandinn fær ekki aðeins innsýn í það á hversu fjölbreyttan hátt Biblían er notuð í kvikmyndum heldur einnig í aðferðafræðilegt litróf rannsókna á trúarstefjum í kvikmyndum þar sem meðal annars er beitt höfundarrýni, menningarrýni, horft til kvikmyndasögunnar og viðtökufræða. Þá nefnir Reinhartz að höfundar greinanna færi sér í nyt þau verkfæri sem felast í tungutaki kvikmyndanna sjálfra og ræði um klippingu og hljóðnotkun, kvikmyndatöku og sögusvið í samhengi biblíustefjanna, svo eitthvað sé nefnt. I þessu samhengi hefði einnig mátt nefna að höfundar koma af ólíkum fræðasviðum guðfræðinnar og hafa í farteskinu aðferðafræðilega verkfærakistu síns fræðasviðs, hvort sem það eru biblíufræði, samstæðileg guðfræði eða annað. Undir lok inngangsins getur Reinhartz þess að þau fjölbreyttu dæmi sem við finnum um notkun Biblíunnar í kvikmyndasögunni séu til marks um mikilvægi þess að vera læs á Biblíuna til að vera læs á menningu, í sögu og samtíð. Þá fylgir stuttur listi yfir bækur þar sem fjallað er um biblíu- og trúarstef í kvikmyndum. 166
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.