Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Side 168
Reinhartz nefnir reyndar tvennt til viðbótar varðandi val á kvikmyndum,
annars vegar þann fyrirvara að tilgangurinn hafi ekki verið að velja fimmtíu
bestu biblíumyndirnar. Lesandinn finni sem sagt ekkert „regluritasafn“
biblíumyndanna í bókinni. Hins vegar að valið á myndum sé takmarkað við
þær kvikmyndir sem hún geti hugsað sér að horfa á: „listinn yfir kvikmyndir
sem er fjallað um hér hleypur yfir kvikmyndagreinar - til að mynda hryll-
ingsmyndir, myndir um særingar og vampírumyndir - þar sem hugsanlegt
er að fjallað sé um Biblíuna, en ég get ekki hugsað mér að horfa á“. (xvii)
Þetta er aðdáunarverð hreinskilni en þýðir aftur á móti að hlaupið er yfir
mikilvægar kvikmyndir, svo sem Bless the Child, Bram Stoker’s Dracula að
ógleymdri hinni ógleymanlegu Jesus Christ Vampire Hunter. Þá læðist að
lesandanum sá grunur að ritstjórinn hafi ekki farið að öllu leyti eftir eigin
mælikvörðum. Til dæmis er í bókinni fjallað um píslarmyndina The Passion
ofthe Christ, en atriði í henni gefa blóðugustu hryllingsmyndum ekkert eftir.
Fjölbreyttar aðferðir
Reinhartz getur þess einnig í innganginum að hverjum höfundi hafi verið
það í sjálfsvald sett að fjalla um kvikmyndina með þeim aðferðum og
nálgunum sem hann beitir í sínum rannsóknum. Það leiðir til þess að
lesandinn fær ekki aðeins innsýn í það á hversu fjölbreyttan hátt Biblían
er notuð í kvikmyndum heldur einnig í aðferðafræðilegt litróf rannsókna
á trúarstefjum í kvikmyndum þar sem meðal annars er beitt höfundarrýni,
menningarrýni, horft til kvikmyndasögunnar og viðtökufræða. Þá nefnir
Reinhartz að höfundar greinanna færi sér í nyt þau verkfæri sem felast í
tungutaki kvikmyndanna sjálfra og ræði um klippingu og hljóðnotkun,
kvikmyndatöku og sögusvið í samhengi biblíustefjanna, svo eitthvað sé
nefnt. I þessu samhengi hefði einnig mátt nefna að höfundar koma af
ólíkum fræðasviðum guðfræðinnar og hafa í farteskinu aðferðafræðilega
verkfærakistu síns fræðasviðs, hvort sem það eru biblíufræði, samstæðileg
guðfræði eða annað.
Undir lok inngangsins getur Reinhartz þess að þau fjölbreyttu dæmi sem
við finnum um notkun Biblíunnar í kvikmyndasögunni séu til marks um
mikilvægi þess að vera læs á Biblíuna til að vera læs á menningu, í sögu og
samtíð. Þá fylgir stuttur listi yfir bækur þar sem fjallað er um biblíu- og
trúarstef í kvikmyndum.
166