Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Page 170

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Page 170
því að margar kvikmyndir sem fjalla um trúarleg efni gera það undir öðrum formerkjum. Arnfríður Guðmundsdóttir fjallar um tvær kvikmyndir í bókinni, Breaking the Waves og The Passion ofthe Christ. í fyrri greininni ræðir hún um krists- gervinga sem er eitt af lykilhugtökunum þegar fjailað er um biblíumyndir. Hún setur þar fram skilgreiningu sem er á þá leið að „kristsgervingur þurfi að hafa beina og skýra vísun til Krists [...] og að sá boðskapur sem viðkom- andi persóna hefur fram að færa eða stendur fyrir þurfi að vera í samræmi við líf og verk Krists, og ekki í andstöðu við boðskap hans um frelsun og kærleika“. (52) Þetta er góð skilgreining og það er mikilvægt að ræða um kristsgervinga út frá skilgreiningum eins og þessari. Það má þó spyrja hvort hægt sé að komast af með skilgreiningu sem er minna gildishlaðin. Má til dæmis hugsa sér að það nægði að kristsgervingur væri frelsari í kvikmynd, en ekki kæmi fram hvers konar frelsun eða hjálpræði hann eða hún stæði fyrir? Saga kristinnar kenningar geymir jú ólíkar túlkanir á verki Jesú, píslargöngu hans og krossfestingu. Umfjöllun Arnfríðar um The Passion ofthe Christ er einnig vel unnin túlkun á áhugaverðri og umdeildri kvikmynd um Jesú. Arnfríður nálgast hana sem femínískur guðfræðingur og af meðvitund um ábyrgð þess sem túlkar og vinnur með Biblíuna. Hún gerir kröfur til beggja kvikmynda og er gagnrýnin á þær fyrir ofbeldið sem þær sýna. Báðar greinar Arnfríðar virða kvikmyndina sem sjálfstæðan og fullgildan aðila í samtali, taka henni á forsendum hennar og leggja síðar mat á hana af guðfræðilegum sjónarhóli Arnfríðar. Það er spennandi nálgun sem ég er fyllilega sammála og Arnfríður gerir þetta vel. Tvennt má þó nefna sem ég staldra við. Það fyrra er að Arnfríður skrifar um tvær myndir sem hún er ekki hrifin af. Eg hefði viljað sjá eina umfjöllun í viðbót, um mynd sem geymir boðskap sem hún getur tekið undir. Til að hafa samanburð. Ég hefði einnig viljað sjá beinni umfjöllun um notkun Biblíunnar í þessum kvikmyndum. Breaking the Waves gefur ekki bara tilefni til að ræða um náð Guðs, hjálpræðisverk og sýn á verk Krists heldur líka hvernig Biblían er notuð. The Passion of the Christ er kannski enn betri efniviður í slíka umfjöllun. Þegar myndin kom út var um það fjallað hvernig Gibson gaf í skyn að hann byggði á biblíulegum heimildum þegar hann var í raun að nota heimildir frá 19. öld. Þetta skrifast þó ekki á Arnfríði heldur á ritstjórann Reinhartz sem hefði getað samræmt efnistök höfunda. 168
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.