Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Page 172
Gunnlaugur A. Jónsson, Háskóla íslands: Ritdómur
Kugel, James L., 2011, In the Valley ofthe Shadow.
On the Foundations ofReligious Belief
New York, London, Toronto, Sydney: Free Press.
„Eg veit að öllum er okkur ætlað að deyja en einhvern veginn hélt ég alltaf
að undantekning yrði gerð í mínu tilfelli.“ Þarna vitnar James L. Kugel
í þekktan rithöfund og húmorista og bætir svo sjálfur við: „Og þannig
hugsum við öll.“
Sú bók sem hér er til umfjöllunar er persónulegasta bók eins kunnasta
biblíufræðings samtímans. Þetta er bók um návist dauðans og um Guð hins
forna heims sem virðist flestum gleymdur í samtíma okkar en minnir samt
reglulega á sig, ekki síst í návist dauðans. Þetta er bók þar sem persónuleg
reynsla höfundar og fræðilegar niðurstöður hans eru fléttaðar saman.
Þrátt fyrir minnkandi biblíuþekkingu munu nú langflestir sem sjá bókar-
kápuna átta sig á að titillinn In the Valley ofthe Shadow er sóttur í þekktasta
sálm Saltarans, Sálm 23: „Drottinn er minn hirðir ...“
A granum grundum latur hann mig hvílast,/ leiðir mig að vötnum þar sem
ég má naðis njóta. ... Þótt égfari um dimman dal feldri þýðingar: dauðans
skugga dal)/ óttast ég ekkert illt.
í áhrifa- og túlkunarsögu þess sálms hefur hann mjög verið tengdur
dauðanum þó að sennilega sé það byggt á rangri þýðingu, eins og Kugel
ræðir (s. 74).
Bókarkápunni er augljóslega ætlað að tengja við sálminn og er svo vel
heppnuð að full ástæða er til að nefna það. Lesandinn horfir inn í dal,
sem er umlukinn dökkum fjöllum en grænar grundir og tré eru fremst á
myndinni og vatn innar í dalnum. Ský eru yfir dalnum, þau eru þung og
dökk fremst en bjartari eftir því sem fjær dregur og nær birtan í gegnum
þau og lýsir upp grænu grundirnar. Þannig virðist mér bókarkápan fallega
lýsa ágætlega innihaldi þessa vinsæla sálms.
í bókinni In the Valley ofthe Shadow rekur Kugel hvernig hann við hefð-
bundna læknisskoðun fékk þá niðurstöðu að hann gengi með krabbamein
170