Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Blaðsíða 179

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Blaðsíða 179
svo á að tilvera kirkjunnar komi í staðinn fyrir þeirra eigið trúarlíf, að með því að trúin er iðkuð í ákveðnu húsi séu þau leyst undan þeirri skyldu að þurfa að iðka trú sína sjálf (bls. 190 og 207-208). í ljós kemur að hin bakgrunnskristnu elska kirkjuna sína þó þau komi þangað aldrei og prestana sína líka þó þau leiti sjaldan eftir þjónustu þeirra (bls. 230)! I fjórða lagi eru þau sem líta á kirkjuna sem valdastað og hafna henni þar með sem hluta af valdakerfi samfélagsins (bls. 29). Þetta er einkum andlega fólkið sem greinir skýrt á milli kirkjunnar sem stofnunar og kristindóms og andlegs lífs (bls. 208-209). Hvers vegna það tilheyrir enn kirkjunni er hins vegar snúnari spurning en það tengist ábyrgðarkennd þess gagnvart þeirri stofnun sem er rammi þeirrar trúariðkunar sem flest fólk tengir sig við (bls. 230). Loks dregur höfundur niðurstöður sínar saman og segir að þær leiði í ljós nokkuð sterka stöðu þjóðkirkjunnar í lífi venjulegs fólks í dönsku þjóðkirkjunni. Fjölbreytnin sé mikil, eins og greina má af framansögðu, en ólíkir hópar hafi ólíkar ástæður fyrir því að tilheyra áfram sinni kirkju sem enn telur yfir 80% Dana (2011). Iben Krogsdal segir þá staðreynd, að danska kirkjan safni enn undir vængi sína fólki með svo ólíkar lífsskoðanir sem raun ber vitni, gefa möguleika á samtali og sameiginlegri leit að því hvað það í raun merki að vera kristin(n). Danska þjóðkirkjan sé „tilfinn- ingakirkja“ frekar en félag um sameiginlega trúarjátningu og rúmi bæði þau sem vilja halda sig fjarri helgihaldinu og þau sem vilja vera með, þau sem leita skýringa og þau sem hafa enga þörf fyrir svör um tilgang lífsins, þau sem vilja bera ábyrgð og þau sem eru fegin að geta vísað ábyrgðinni yfir á fagfólkið. Sú spenna sem sé innbyggð í sýn Dana á þjóðkirkjuna sína geti einmitt veitt henni nýjan lífskraft (bls. 243). Spyrja má hvað þessar niðurstöður segi fyrir aðstæður íslensku þjóðkirkj- unnar. Hér hefur orðið „þjóðkirkja“ verið notað yfir hið danska „folkekirke“ en þó ekki án hiks. Þessar tvær kirkjur eiga vissulega sameiginlegar sögulegar rætur en fjarlægðust mjög á 20. öld - sem er efni í aðra grein. Því má þó halda fram að staða kirknanna tveggja sem evangelísk-lútherskra meiri- hlutakirkna, sem báðar leggja mikla áherslu á að ná til þjóðar sinnar allrar, gefi rými fyrir túlkun niðurstaðna rannsóknar Iben Krogsdal inn í íslenskar aðstæður. Sérstaklega er fjórði kaflinn, um orðræðu fólks um kirkju og kristindóm, allrar athygli verður. Bókin er vel fram sett og gefur hæfilegan fræðilegan grunn til að gleðja háskólafólkið en þó ekki um of til að þreyta almenna lesendur. Mikið er byggt á viðtölunum sjálfum og vitnað beint í flesta viðmælendur, suma 177 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.