Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Blaðsíða 183

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Blaðsíða 183
Á Norðurlöndum er Finnland eina ríkið sem ekki hefur breytt lögum um hjónaband í þessa veru. Noregur, sem var fyrst Norðurlanda til að leyfa hjónaband samkynhneigðra, býr hins vegar enn við það að norska kirkjan hefur ekki samþykkt það fyrir sitt leyti. Staða sem sýnir að átök milli ríkis og kirkju eiga sér enn stað. Það er kannski dæmigert fyrir þá stöðu að það er einmitt norski guðfræðingurinn, Roger Jensen, sem ekki fjallar um hjónaband samkynhneigðra sem átakamál, kannski einmitt vegna þess hve málið er enn eldfimt innan norsku kirkjunnar! Þess í stað beinir hann sjónum að grundvallaratriði í því efni, sambandi ríkis og kirkju, þar sem hann bendir á að nýleg lög um samband ríkis og kirkju í Noregi sýni skýrt að ríkið vilji áfram eiga náið samband við kirkjuna. Annar hluti bókarinnar fjallar um áhrif vakningarhreyfmga á lúthersku kirkjurnar á Norðurlöndum. Hér má finna þrjá kafla en enginn þeirra er skrifaður frá íslensku sjónarhorni sem er auðvitað bagalegt. Marie Thomsen skrifar frá dönsku sjónarhorni og ræðir hvernig dönsk, frjálslynd löggjöf frá miðri 19. öld hefur gert það kleift að leyfa margs konar trúarlegum áhrifum að nema land og þróast innan evangelísk-lúthersku dönsku kirkjunnar, án þess að einingu hennar sé ógnað. Hún tekur dæmi af Alfa-námskeiðunum sem hafa hlotið mikla útbreiðslu og vinsældir. Þennan möguleika, að taka inn nýtt efni undir áhrifum vakningarhreyfinga, telur hún hafa haft jákvæð áhrif á trúrækni. Þessi áhrif hafi þó alls ekki nauðsynlega skilað sér inn í hefðbundið safnaðarstarf. Ulrika Svalfors er á svipuðum nótum fyrir hönd sænsku, lúthersku kirkjunnar og fjallar bæði um Alfa-námskeiðin og Oasis- hreyfinguna, kosti þeirra og galla fyrir sænsku kirkjuna. Niðurstaða hennar er að þótt ýmislegt jákvætt megi finna í þessu efni, sé þar ekki síður á ferð íhaldsöm guðfræði sem sé ekki til þess fallin að endurnýja og þróa guðfræði og safnaðarstarf lúthersku kirkjunnar í Svíþjóð í jákvæða átt. I þriðja hluta bókarinnar er kastljósinu beint að stöðu og hlutverki kvenna í lútherskum kirkjum á Norðurlöndunum. Hér eru framlög frá öllum fjórum löndunum og skrifar Arnfríður Guðmundsdóttir kafla frá íslenskum sjónarhóli. Tvö meginþemu einkenna skrif flestallra í þessum hluta, afstaðan til prestsvígslu kvenna í lútherskum, norrænum kirkjum og notkun máls beggja kynja (e. inclusive language) í helgihaldinu. Fram kemur að fjöldi vígðra kvenna eykst stöðugt í lúthersku, norrænu kirkjunum og jákvæða þróun virðist mega sjá hvað varðar biskupa einnig. Þá ályktun má draga af þessum köflum að lúthersk guðfræði sé konum í kirkjunni vinveitt. Arnfríður Guðmundsdóttir tengir hina jákvæðu stöðu kvenna 181
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.