Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Blaðsíða 11

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Blaðsíða 11
10 Þemagreinarnar að þessu sinni fjalla um ólíkar hliðar hinsegin fræða og rannsókna: teoríu, sögu og bókmenntir. Guðrún Elsa Bragadóttir ríður á vaðið með grein um sálgreiningu og hinsegin fræði en þar spyr hún hvort þetta tvennt geti farið saman. Svar hennar er já, sannarlega fara kenning- ar sálgreiningar og hinsegin fræða saman en þær rekast líka á. Í samspili þeirra á milli, svo sem í úrvinnslu Judith Butler á kenningum Sigmunds Freud og Jacques Lacan en ekki síður í nýlegri gagnrýni fræðimanna á borð við Tim Dean og Patriciu Gherovici á skrif Butler og þeirra eigin nálgun á grunnkenningar sálgreiningarinnar, hefur orðið til frjó umræða um kyn, kynverund og mótun sjálfsins. Þótt Freud og Lacan hafi verið gagnrýndir fyrir að vilja fella sjálfsveruna, kyn hennar og kynverund inn í gagnkynhneigð, karllæg kerfi er málið flóknara en svo; í skrifum þeirra, sem tóku breytingum og voru í sífelldri endurskoðun, koma fram ýmsar mótsagnir sem sýna að slíkar skilgreiningar eru alltaf óstöðugar og í raun ómögulegar. Guðrún Elsa rekur hvernig síðari tíma fræðimenn hafa gert ýmsar atlögur að því að afbyggja grunnkenningar sálgreiningarinnar með því að benda á innri mótsagnir þeirra en um leið byggt á þeim til að varpa ljósi á ýmsar ólíkar hliðar kynjaðs veruleika sjálfsverunnar. Í grein Soffíu Auðar Birgisdóttur er viðfangsefnið einnig hið erfiða og oft ómögulega verkefni að ákvarða kyn og kynverund. Hún dregur fram sögu einstaklings frá 19. öld, Guðrúnar Sveinbjarnardóttur, og frásagnir af henni sem gefa í skyn að Guðrún hafi þótt karlmannleg og ýja að því að kynferði hennar hafi verið rangt ákvarðað við fæðingu. Skortur á heimild- um og persónulegum vitnisburði Guðrúnar sjálfrar um tilfinningar hennar og kynvitund gerir að verkum að ómögulegt er að segja til um kynferði hennar, kynverund eða sjálfsmynd. Sögusagnir samtímafólks Guðrúnar, og annarra sem síðar komu, sýna engu að síður að í augum annarra var hún á einhvern hátt hinsegin, það er á skjön við hefðir, venjur og hugmyndir samtímans um hvað væri „satt“ eða eðlilegt kyn. Í greininni nefnir Soffía nokkra möguleika til túlkunar á þessum frásögnum og gerir einum þeirra ítarleg skil, það er þeim möguleika að kynferði Guðrúnar hafi verið órætt og hún hafi fæðst með kynbreytileika sem samkvæmt nútímaorðfæri fellur undir regnhlífarhugtakið intersex. Ásta Kristín Benediktsdóttir fjallar um skáldsöguna Man eg þig löngum eftir Elías Mar og samkynja langanir sögupersónanna. Bókin var rituð undir lok fimmta áratugar síðustu aldar en þá var erfitt að ræða og skrifa hreinskilnislega um samkynja ástir; opinber orðræða um samkynhneigð ÁSTA KRISTÍN BENEDIKTSDÓTTIR OG RANNvEIG SvERRISDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.