Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Blaðsíða 28
27
útfærsla á Ödipusarmýtunni
og gerir þar af leiðandi karl-
lægri stöðu fyrst og fremst
skil. Grundvallandi tákn-
mynd kerfisins, fallusinn (f.
phallus), gefur vísbendingu
um þetta.42 Þeir sem nálgast
hafa sálgreiningu frá hinsegin
sjónarhorni hafa leitað lausna
á þessum vanda með ólík-
um hætti. Butler kynnir eins
og áður sagði kynjamismun
Lacans til sögunnar í Kynusla,
þar sem hún ræðir mögu-
leikann á því að „endurheimta
og leysa úr læðingi hvaða
kvenlægu þrá sem kann að hafa
verið bæld innan viðmiða hins fallíska hagkerfis“ sem tryggir hið gagn-
kynhneigða norm.43 Ef til vill mætti segja að Butler bæti (við) kerfi sál-
greiningarinnar, líkt og hún gerði með endurlestri sínum á melankólískri
samsömun í verkum Freuds, í Kröfu Antígónu (Antigone’s Claim, 2000), þar
sem hún veltir upp möguleikanum á annars konar samböndum en þeim
sem Ödipus býður upp á. Hún sækir þar fyrirmyndir „róttækra tengsla“ (e.
radical kinship) í Antígónu Sófóklesar og veltir fyrir sér hvernig sálgreining
það væri sem tæki Antígónu sem útgangspunkt frekar en Ödipus.44
Þótt Shanna Carlson sé að mörgu leyti hrifin af þeirri kvenlægu eða
ó-ödípísku stöðu sem Butler færir okkur með lestri sínum (og Lacans) á
Antígónu, nálgast hún kynjajöfnuna með afar ólíkum hætti í grein sinni
42 Í sálgreiningu vísar fallusinn ekki til getnaðarlims karlmanns, heldur frekar til
þeirrar táknrænu merkingar sem getnaðarlimurinn hefur í menningunni. Í kenn-
ingu Lacans er fallusinn „tákn fyrir það sem bætir upp fyrir ákveðinn skort; hann
er nokkuð sem enginn getur búið yfir, á meðan allir vilja hafa eða vera [fallusinn].“
Sjá Patricia Gherovichi, Transgender Psychoanalysis: A Lacanian Perspective on Sexual
Difference, London & New York: Routledge, 2017, bls. 31.
43 „[…] recover or release whatever feminine desire has remained suppressed within
the terms of the phallic economy.“ Judith Butler, Gender Trouble, bls. 64.
44 Judith Butler, Antigone’s Claim, New York: Columbia University Press, 2000, bls.
76.
AF USLA OG ÁREKSTRUM
Kynjamismunarjafna Lacans. Kvenlægri stöðu eru
gerð skil hægra megin, en þeirri karllægu vinstra
megin.