Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Blaðsíða 118
117
Guðrún steinþórsdóttir
„eins og ævintýri“
eða „glansmynd af horror“?
Nokkrir þankar um viðbrögð lesenda
við Frá ljósi til ljóss
við lestur skáldskapar er alvanalegt að menn upplifi sterk tilfinningaleg
viðbrögð, finni til með skáldsagnapersónum og láti sem heimurinn sem
þeir lesa um sé til í raun og veru.1 Þegar bókmenntaverk eru skoðuð er
gagnlegt að velta fyrir sér að hve miklu leyti þekking lesenda hefur áhrif
á viðbrögð þeirra gagnvart sögunni.2 Þó að talið sé víst að þeir geti haft
1 Þessi grein er hluti af verkefninu Í heimi skáldskapar sem styrkt var af Styrktarsjóði
Áslaugar Hafliðadóttur og eru sjóðnum hér með færðar kærar þakkir fyrir.
2 Innan hugrænna fræða hafa menn meðal annars stundað empírískar rannsóknir
meðal lesenda. Í krafti slíkra rannsókna má auka skilning bæði á frásögnunum
sjálfum og viðbrögðum við lestri þeirra. Sjá t.d. David S. Miall og Don Kuiken,
„Aspects of Literary Response: A New Questionnaire“, Poetics 5/1994, bls. 389–407;
David S. Miall, „Foregrounding and feeling in response to narrative“, Directions
in Empirical Literary Studies: In honor of Willie van Peer, ritstj. Sonia Zyngier, Mar-
isa Bortolussi, Anna Chesnokova og Jan Auracher, Amsterdam og Philadelphia:
John Benjamins Publishing, 2008, bls. 89–102; Marisa Bortolussi og Peter Dixon,
Psychonarratology: Foundations for the empirical study of literary response, Cambridge:
Cambridge University Press, 2003; Javier valenzuela, „What empirical work can
tell us about Primary Metaphors“, QUADERNS DE FILOLOGIAESTUDIS
LINGÜÍSTICS 14/2014, bls. 235–249; Suzanne Keen, Empathy and the Novel,
Oxford: Oxford University Press, 2010. Áhrif á rannsóknir af þessu tagi má til
að mynda rekja til viðtökufræðinnar á 7. áratug síðustu aldar sem lagði áherslu
á lesandann og viðbrögð hans, sbr. t.d. skrif Wolfgangs Iser um að bókmennta-
fræðin þyrfti að taka frekara mið af lesandanum en gert hefði verið, hugmynda
Hans Roberts Jauss um mikilvægi þess að skoða bókmenntasögu með hliðsjón af
lesandanum, svo ekki sé talað um lesenda-svörunar-kenningar (e. ReaderResponse
Theory) þar sem lesandinn og viðbrögð hans eru í brennidepli, sbr. t.d. kenningar
Stanley Fish, Louise Rosenblatt, Norman Holland og David Bleich. Sjá Bergljót
Soffía Kristjánsdóttir, Guðrún Steinþórsdóttir og Sigrún Margrét Guðmunds-
dóttir, „„mér fanst ég finna til“: Um empírískar rannsóknir á bókmenntum og tvær
Ritið 2/2017, bls. 117–143