Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Blaðsíða 27

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Blaðsíða 27
26 Sálgreining Lacans byggir á þeirri hugmynd að sjálfsveran upplifi skort og að sá skortur grundvalli upplifun hennar á heiminum. Það hvernig hún bregst við skortinum veltur hins vegar á því hvaða stöðu hún tekur sér innan þess sviðs sem Lacan kallar „hið táknræna“ (f. le symbolique), sem tekur til tungumálsins og annarra táknkerfa sem samfélag manna byggir á. Á því sviði felur karllæg (f. masculin) staða í sér afneitun á þessum skorti (‚þráir að hafa fallusinn‘) en sú kvenlæga (f. feminin) tilraun til að bregðast við skortinum í sér og Hinum (‚þráir að vera fallusinn‘).38 Báðar eru þessar stöður ómögulegar vegna þess að hér er ekki um bókstaflegan skort að ræða. Lacan gerir mikilvægan greinarmun á þrá annars vegar og líkamleg- um eða líffræðilegum þörfum hins vegar og byggir þar á þeim skilningi Freuds á hvötinni sem fjallað var um hér að ofan. Sjálfsveran þráir vegna þess skorts sem hún upplifir innan hins táknræna, ekki vegna þess að hún upplifir þörf sem hægt er að fullnægja á sama hátt og seðja má hungur, svo dæmi sé tekið.39 Ekkert viðfang getur fullnægt þránni, sem er samkvæmt kenningum Lacans – líkt og hjá Freud – án nokkurs hefðbundins viðfangs. Lacan kynnti til sögunnar hugtakið „viðfangið a“ (f. objet petit a) til að tákna það sem knýr þrá sjálfsverunnar, það sem gefur henni þá hugmynd að hægt sé að fullnægja takmarkalausri löngun hennar með takmörkuðum við- föngum. viðfangið a er kynlaust en hins vegar hefur verið bent á að þetta samband sjálfsverunnar við það lýsi fyrst og fremst karllægu stöðunni í kynjamismunarjöfnunni og að sú staðreynd að Lacan staðsetji a á hlið hinnar kvenlægu sjálfsveru afhjúpi þau gagnkynhneigðu viðmið sem séu engu að síður til staðar í henni.40 Þótt stöðurnar tvær í kynjajöfnu Lacans ákvarðist ekki af líffræðilegu kyni – upp að því marki að „karlmaður, líffræðilega séð, getur engu að síður tekið sér hina kvenlægu stöðu“41 – er jafna kynjamismunar í raun formræn 38 Þegar Lacan talar um „Hinn“ vísar hann til „menningarlegra táknkerfa.“ Sjá Tim Dean, Beyond Sexuality, bls. 1. 39 Sama rit, bls. 197–198. 40 Sjá Shanna Carlson, „Transgender Subjectivity and the Logic of Sexual Difference“, Differences 2/2010, bls. 46–71, hér bls. 58, og Tim Dean, „Homosexuality and the Problem of Otherness“, Homosexuality and Psychoanalysis, Chicago & London: University of Chicago Press, bls. 120–143, hér bls. 137. Carlson bendir þó á að þetta þýði ekki að kvenlægu stöðunni fylgi ekki samband við viðfangið a, heldur frekar að a sé síður mikilvægt fyrir þá stöðu en til dæmis sambandið við skortinn í Hinum. 41 Patricia Gherovici, Please Select Your Gender, bls. 126. GuðRún Elsa BRaGadóttiR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.