Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Blaðsíða 158

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Blaðsíða 158
157 DAUðINN, RÉTTLÆTIð OG GUð HJÁ FORNGRIKKJUM trúarinnar. Áherslan er ljóslega á hamingju í næstu vist. vissulega getur illa farið ef illa er breytt í þessu lífi, en áherslan er á hreinsun sálarinnar sem gæti þá vænst samveru við guðdóminn. Almennt felst hreinsunin í óljósu samblandi frómleika og helgisiða. Pýþagórismi og launhelgar áttu ýmsar kenningar sameiginlegar, þótt enginn hafi verið rétttrúnaðurinn, og alls ekki innan orfeifsku. Sumir og kannski flestir hafa samþykkt hugmynd Pýþagórasar um sálnaflakk. Talið var að einstakar sálir, ef ekki allar sálir, ættu sér guðdómlegan uppruna sem mætti endurheimta með hreinsun í einu lífi eða mörgum. Það felst í þessu viðhorfi að lífið sé refsing fyrir upphaflegt afbrot, og líkaminn sé í þessu lífi fangelsi sálarinnar.32 Deilt er um tengslin á milli pýþagórisma og orfeifsku, enda heimildir strjálar.33 Þó er ljóst að hvorir tveggja létu sig mestu varða örlög sálarinnar í handanheimum og hamingju hennar sem byggðist á því að hafa hreins- ast með fylgispekt við sérstakan lífsmáta. Fyrir helleníska tímann eru þessi viðhorf iðulega hædd. Platon fer ófögrum orðum um innihaldslaust helgi- hald, þótt hann notist jafnframt við kjarna hugmyndanna. Aristófanes er líka hæðinn: „[Trýgajos:] Léðu mér þá þrjár drökmur fyrir gríslingi; ég verð að vígjast áður en ég drepst“ (Friðurinn 374–75).34 Hver sem tengslin eru á milli orfeifsku og Bakkosarlaunhelga, sem einnig tengjast launhelg- unum í Elevsis, þá er ljóst að þessi trú boðaði líka hamingju í næstu vist.35 Þó að hugmyndin um ódauðleika sálarinnar feli ekki nauðsynlega í sér þá hugmynd að réttlátt líferni tryggi handanhamingju, þá virðist hún innan þessara hópa alltaf fela í sér hugmyndina um að frómar athafnir – þær sem guðunum geðjast að – leiði til verðlauna eftir dauðann. Hjá öllum þessum launhelgahópum, pýþagoringum, sem og Empedóklesi, skiptir sálin höf- uðmáli, psykhē, sem gerir manninn á einhvern hátt guðdómlegan, jafnvel guð. Þessa hugmynd má bera saman við klassísku hugmyndina um grund- vallarmuninn á mönnum og guðum, dauðleikann. Eins og við munum sjá í næsta kafla vill Pindar hafa hvort tveggja, og veltur það á skoðunum þess sem hann yrkir fyrir. Áður en við víkjum að framlagi Pindars og Æskýlosar á fimmtu öld- inni er rétt að minnast á heimspekinginn Herakleitos, sem virðist hafa haft 32 Sjá Kahn, Pythagoras, bls. 21–22; Burkert, Religion, bls. 302. 33 Um samanburð á orfeifsku og pýþagórisma, sjá G. Betegh, „Pythagoreans, Orp- hism and Greek Religion“, Pythagoreanism, Huffman ritstj., bls. 149–66. 34 Áþekkt viðhorf má finna hjá Sófoklesi, broti 753. 35 Sjá Burkert, Religion, bls. 294.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.