Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Blaðsíða 156
155
DAUðINN, RÉTTLÆTIð OG GUð HJÁ FORNGRIKKJUM
Það er óljóst hvaða hugmyndir sameina hina fornu Orfeifstrú, jafnvel
hvort öllum afbrigðum tilheyri trú á ódauðleika sálarinnar og endurholdg-
un. Á hellenískum tíma og síðar var því þó haldið til haga að mannver-
urnar ættu sér guðdómlegt eðli. Aftur spilar Díonysos rullu. Seifur gat
hann til að stýra heiminum. Títanarnir átu hann, egndir af afbrýði Heru.
Seifur brenndi þá, en úr ösku þeirra varð mannkynið til. Þannig erum við
skyld guðdómnum. vera kann að þessi trú sé eldri og kunn Platoni, jafnvel
Pindari.25 Hér segir frá glæpi sem drýgður var gegn guðunum, einkum gegn
móður Díonysosar, Persefónu, af forfeðrum mannkynsins, eins konar upp-
hafsglæpi og erfðasynd. Fyrir þennan glæp mátti bæta með einhvers konar
hreinsun. við þetta kann Pindar að eiga þegar hann segir í broti 133 frá
„þeim sem endurgjalda Persefónu harminn forna.“26
Hugmyndin um endurholdgun er ljóslega tengd orfeifsku. Um hana má
lesa hjá Pindari í annarri ólympísku drápunni. Hugmyndin er venjulegast
tengd Pýþagórasi (uppi á seinni hluta sjöttu aldar), þótt um hann sé nán-
ast ekkert vitað.27 Hugmyndin virðist hafa verið nýjabrum hjá Grikkjum,
enda gerði Xenofanes grín að henni. Það er elsti vitnisburðurinn um skoð-
unina (DK B7). Það er óljóst hvort hugmyndin hafi upphaflega verið sú að
sálir endi að lokum hjá guðdómnum eða hvort hringur endurholdganna sé
endalaus. Líkast til hefur verið talið að eftir nokkra hringi, sem hefðu þá
tekist vel, endaði sálin í guðdómlegum félagsskap.28 Innan þessarar trúar,
rétt eins og innan launhelganna, má ráða þá skoðun að maðurinn geti
hafið sig yfir dauðleikann í krafti sálar sem er aðskiljanleg líkamanum og
25 Sjá t.d. Burkert, Religion, bls. 298.
26 Um elsta skeið orfeifskunnar, sjá R. Parker, „Early Orphism“, The Greek World,
ritstj. A. Powell, Lundúnum: Routledge, 1995, bls. 483–510 – um mikilvægi
Díonysosarsagna, bls. 494–500. R.G. Edmonds, Redefining Ancient Orphism: A
Study in Greek Religion, Cambridge: Cambridge University Press, 2013, hafnar
þeirri hugmynd að áhangendur orfeifsku hafi á elsta skeiðinu fylgt þeirri hugmynd
að um upphafsbrot hafi verið að ræða.
27 Um vitnisburðinn, sjá W. Burkert, Lore and Science in Ancient Pythagoreanism, Cam-
bridge, Mass.: Harvard University Press, 1972; C. Riedweg, Pythagoras: His Life,
Teaching, and Influence, Ithaca: Cornell University Press, 2005; G. Lloyd, „Pythag-
oras“, A History of Pythagoreanism, C.A. Huffman ritstj., Cambridge: Cambridge
University Press, 2014, bls. 24–45; um sögu og áhrif pýþagórisma, sjá C.H. Kahn,
Pythagoras and Pythagoreans: A Brief History, Indianapolis: Hackett, 2001; Huff-
man, Pythagoreanism. Um mögulegan þátt Ferekýdesar, sem sagður var kennari
Pýþagórasar, sjá H.S. Schibli, Pherekydes of Syros, Oxford: Oxford University Press,
1990, bls. 104–27, en vitnisburðurinn er óræður og miklu yngri.
28 Heimildirnar benda til þess að hvor tveggja trúin hafi verið til staðar; sjá Riedweg,
Pythagoras, bls. 62–63; Kuhn, Pythagoras, bls. 52.