Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Blaðsíða 131

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Blaðsíða 131
130 Manneskjan var hreint og beint töfrandi enda varð Lenni yfir sig ástfanginn af henni um leið og hún rétti honum brauðið yfir borðið í fyrsta sinn sem hann steig fæti inn fyrir dyrnar. … Hún brosti líka til hans þessu skínandi brosi sem hlaut að fá hvern mann til að svima. … Hún var alltaf einstök og í huga hans mundi það aldrei breytast. Já, Magdalena var ekki einungis unaðsleg kona, svona fíngerð eins- og hún var, heldur var hún líka skilningsríkasta manneskja sem hann hafði hitt. (13–14; leturbr. mín) Rósu finnst Róbert vera „fallegasti maður í heimi“ (20; leturbr. mín) og segir að hann sé bestur.36 Rifjað er upp þegar Helena sá Róbert í fyrsta sinn en eftir á hvíslaði hún að vinkonu sinni að „þarna væri kominn draumaprins- inn hennar holdi klæddur, svona stór og myndarlegur með svona hrokkið hár og yndislegan munn. Guð minn góður hvað sköpunarverkið gat verið fullkomið! … Ég hef bara aldrei séð svona fallegan karlmann“ (22). Og um Lúnu vinkonu sína hugsar Rósa: „Mikið er hún Lúna falleg. Þegar ég virði hana svona fyrir mér sé ég glögglega að hárin og heltin veita henni sérstakan þokka. Já, hún er ekki bara óvenjuleg heldur er hún líka snögg að hugsa og fljót að skynja“ (66). Eins og sjá má eru ástin og fegurðin í brennidepli í lýsing- unum. Lýsingarorðin og sú staðreynd að þau eru oft notuð í efsta stigi undirstrika ákveðna tjáningarformgerð eða skema sem kallar á tengingar fegurðar og ástar og eiga því vafalaust þátt í að ýmsir lesendur telja texta verksins fallegan og heillandi. Ofgnótt jákvæðra lýsingarorða veldur því að túlka mætti persónulýsingarnar sem íróníu en vegna umgjarðar sögunnar, umræðuefna persóna og orðræðu ástarinnar virðist upplifun lesenda ekki vera sú að frásögnin sé írónísk, að minnsta kosti ekki ef miðað er við skoð- anir kvennanna í hópviðtalinu og skrif gagnrýnenda um bókina. Birtingarmynd ástarinnar í sögunni er margvísleg en miðlæg er ást Lenna á Rósu Cordovu. Þó hugmynd Lenna hljómi galin – að hann geti farið út í heim og fundið konu sem prýðir mynd sem hann fann sem barn, gifst henni og lifað hamingjusamur til æviloka – er ekki ólíklegt að margir lesendur samþykki þá hugmynd; eins og raunar sýndi sig í hópviðtalinu. Staðreyndin er sú að menn hafa í kollinum viss skemu fyrir ástarsögur og í hinum vestræna heimi er dæmigerðin fyrir þær líklega Hollywood- 36 Sjá sama rit, bls. 20. GuðRún stEinÞóRsdóttiR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.