Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Blaðsíða 153

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Blaðsíða 153
152 svavaR HRafn svavaRsson vísað til hennar hjá Hómer og Hesíodos, á óljósan hátt, en því fer fjarri að hér sé veitt von um hamingju eða hótað refsingu. Það er helst að orð þeirra innihaldi eins konar yfirfærslu á hugmyndinni um refsingu sem endurgjald í þessu lífi. 3. Vonin um hamingju Á sjöttu öldinni var litið á dauðann frá nýju sjónarhorni. Þá leituðu menn til handanheimsins sem þess ríkis þar sem einstaklingurinn gæti vonast eftir hamingju, ríki sáluhjálpar fyrir réttláta og fróma.13 Í Lofsöngnum til Demetru, sem kannski var saminn snemma á öldinni – þá frá svipuðum tíma og skáldskapur Sólons – lesum við um stofnun launhelganna í Elevsis, sem spiluðu stóra rullu í aþensku samfélagi. Sú trú sem þarna er tjáð er vafalaust eldri, þótt lítt verði um það vitað.14 Um svipað leyti efldust aðrir söfnuðir sem tengjast Orfeifi og Díonysosi á ýmsum stöðum í gríska heim- inum, ekki síst í Magna Graecia, þ.e. suðurhluta Ítalíu og Sikiley.15 Í lofsöngnum lesum við um nýjan möguleika: „…þess sem er óvígður helgunum eða á engan þátt í þeim, bíður ekki sama hlutskipti [og hins innvígða] þegar hann dauður dvelur í hrávotu myrkrinu“ (481–82). Þótt heimur Hadesar sé enn myrkur, eins og hann var hjá Hómer, er hann ekki eins myrkur fyrir innvígða. Hinir dauðu eru ekki lengur jafnir og veltur ójöfnuðurinn á hegðun þeirra í lifanda lífi. Fyrr í söngnum hafði Seifur lofað Persefónu að „ávallt verður þeim refsað sem beita ranglæti og bregð- ast því að friða reiði þína með fórnum á hreinan hátt með réttum blótum“ (367–69). Ekki er ljóst hvort ranglætið felist í því að gyðjunni er ekki blótað eða hvort hægt sé að bæta fyrir afbrot með guðrækilegri hegðun. En hér er vissulega talað um ranglæti. við lok söngsins (486–89) birtist aftur skoðun Hesíodosar, án þess þó að voninni um hamingju sé hafnað, 13 Þessi trú kann að hafa tengst aukinni einstaklingshyggju, sem má aðgreina sam- eiginlegri og hefðbundinni trú borgríkja og svæða; sjá Sourvinou-Inwood, Death, bls. 298–302 og 423–29. 14 Almennt um launhelgarnar í Elevsis, sjá Burkert, Religion, bls. 285–90; Mystery, víða; Mitro, Death, bls. 30–34; Mikalson, Religion, bls. 82–90; R. Parker, Polytheism and Society at Athens, Oxford: Oxford University Press, 2005, bls. 327–68. 15 Margt er á huldu um þessa sértrúarsöfnuði, hvað þeir áttu sameiginlegt og hvað aðgreindi. Óljóst er einnig hvernig sambandi þeirra var háttað við opinbera trú borgríkja; sjá Burkert, Religion, bls. 276–78; C. Sourvinou-Inwood, „Further Aspects of Polis Religion“, Oxford Readings in Greek Religion, R. Buxton ritstj., Ox- ford: Oxford University Press, 2000, bls. 38–55, hér bls. 54–55.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.