Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Blaðsíða 186

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Blaðsíða 186
185 gerð hinnar lesbísku skáldsögu. En ef lesbískar bókmenntir einskorðast við þetta efni geta þær ekki átt sér meira en um hundrað ára langa sögu, fyrir utan einstök tilvik, þar sem „lesbían“ var sjaldan viðurkennd sem fyrirbæri fyrir þann tíma. Og ef höfundar slíkra bókmennta verða að vera konur til að bækurnar teljist lesbískar er saga þeirra enn styttri, þar sem konur fyrri alda treystu sér sjaldan til að fjalla um kynverund. En kannski þurfa bókmenntir ekki að fjalla með beinum hætti um sam- kynja kynferðislegt samneyti til að teljast „lesbískar“. Getum við borið kennsl á lesbískt næmi í bókmenntum sem fjalla ekki með sértækum hætti um lesbíska kynverund og tengd málefni? Ef verk (sérstaklega ef það var skrifað áður en Hall braut ísinn árið 1928) gagnrýnir til dæmis gagn- kynhneigðar stofnanir, einblínir á konur í öðru samhengi en hvað varð- ar erótísk tengsl þeirra við karlmenn og fjallar um rómantísk sambönd milli kvenna (þar sem kynfæri koma ekki við sögu), er það þá lesbískt? My Ántonia (1918) eftir Willu Cather uppfyllir til dæmis nær öll þessi skilyrði og notast þar að auki við „karlkyns“ sögumann sem er nánast örugglega kona í dulargervi.11 Ef verk virðist hugfangið af kynjatvíræðni og felur í sér femínísk mótmæli, hefur verkið þá lesbískt næmi? Orlandó (1928) eftir virginíu Woolf fjallar um persónu sem skiptir títt milli kven- og karlkyns til að sýna fram á erfitt hlutskipti kvenna.12 Eru rökin fyrir lesbísku næmi í þessum verkum meira sannfærandi vegna þess að við vitum að bæði Cather og Woolf voru lesbíur? Á hinn bóginn má spyrja: ef höfundur virðist ekki vera lesbía, getum við eftir sem áður litið á verk hennar sem lesbískt ef það fjallar um kyn- ferðislega ást milli kvenna? Purpuraliturinn eftir Alice Walker, sem gerist í samfélagi svartra í sveitum Georgíu á fjórða áratugnum, gefur (raunsæ- islega) til kynna að persónurnar séu ómeðvitaðar um tilvist lesbísks „lífs- stíls“ í Bandaríkjunum og jafnvel um hugtakið „lesbía“.13 Skáldsagan snert- ir ekki á lesbískum hugðarefnum, svo sem því að koma út úr skápnum eða að takast á við hómófóbíu. En tilfinningaleg þungamiðja sögunnar er hið umhyggjusama, ástúðlega og einmitt kynferðislega samband milli Celie og Shug. Í huga Celie er sambandið hlaðið erótík skáldsöguna á enda og það er eina fullnægjandi kynferðislega reynsla hennar á ævinni. Útilokar fjar- 11 Willa Cather, My Ántonia, London: virago, 1980. 12 virginia Woolf, Orlando: A Biography, New York: Harcourt, 1973. [Orlandó: Ævi­ saga, þýð. Soffía Auður Birgisdóttir, Reykjavík: Opna, 2017]. 13 Alice Walker, The Color Purple, New York: Pocket, 1985. [Purpuraliturinn, þýð. Ólöf Eldjárn, Reykjavík: Forlagið, 1986.] HvAð ERU LESBÍSKAR BÓKMENNTIR?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.