Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Blaðsíða 34
33
á hinsegin sem hinsegin fræði byggja á“ og að hugtökin tvö eigi það þar af
leiðandi sameiginlegt að veita viðnám eða andstöðu en vera jafnframt háð
samhengi (e. relational).70 Raunin hefur svipaða virkni og dulvitundin í
kenningu Freuds; hún grefur stöðugt undan samfélagslegum og kynferð-
islegum sjálfsmyndum.71 Það er ekki síst af þeirri ástæðu sem Dean leggur
áherslu á mikilvægi annars vegar dulvitundar Freuds og hins vegar raun-
arinnar og viðfangsins a í kenningu Lacans, en markmið hans er að stunda
hinsegin fræði sem byggja ekki á sjálfsmynd.72
Þegar Butler táknar raunina – skilgreinir það sem hefur verið útilokað
með beinum hætti eða óbeint, með því að halda því fram að hægt væri að
innlima hana í táknkerfið – tekur hún dulvitundina ekki með í reikninginn.
Enda verða líkamanum ekki gerð skil án raunarinnar, án þess sem ekki er
hægt að tákna eða færa í orð. Takmörk þess að fjalla um líkamann í gegn-
um sjálfið verða ljós þegar líkaminn hlýðir ekki samfélaginu. Sá líkami sem
hefur verið miðlægur í sálgreiningu frá upphafi er líkaminn „sem talar“
og gefur þannig til kynna að sjálfsveran sé ekki að öllu leyti meðvituð um
það sem býr innra með henni. Þetta er ekki líkaminn sem blasir við okkur
þegar við opnum kennslubók í líffærafræði, eða sá sem heimilislæknirinn
skoðar þegar eitthvað amar að; sá líkami er viðfangsefni raunvísinda og
sálgreining heyrir ekki undir þau. Þetta er líkami sjúkdómseinkennisins
(e. symptom), sem birtist í óskiljanlegum athöfnum (e. acts), líkamlegum
einkennum eða sársauka sem ekki er hægt að skýra og óröklegri hegðun
sem skaðar einstaklinginn og skemmir fyrir honum innan samfélagsins. Í
sálgreiningarmeðferð er þessi líkami undir, en verkefni sálgreinandans er
ekki að „laga“ einkennið, binda enda á hið óröklega í skjólstæðingnum,
heldur að gefa því sem er óhugsandi – þeirri reynslu, atburðum eða þrám
sem ekki hafa verið færð í orð – pláss; að hlusta.
Í bók sinni Vinsamlegast veldu þér kyn (Please Select Your Gender, 2010)
fjallar sálgreinandinn Patricia Gherovici um þann lærdóm sem trans skjól-
stæðingar hennar hafa fært henni. Markmið hennar er að „afsjúkdómsvæða“
það að vera trans, en hún tekur fram að það sé ekki sú afstaða sem flestir
70 „[…] the real resonates with the notion of queer underlying queer theory.“ Sama
rit, bls. 231.
71 Sama rit, bls. 231. Dean bætir því við að Lacan beini athygli sinni sérstaklega að
rauninni í síðverkum sínum, þar sem hann „þróar áfram ákveðna þætti kenningar
Freuds um dulvitundina.“
72 Sjá t.d. Tim Dean, Beyond Sexuality, bls. 6 og 272.
AF USLA OG ÁREKSTRUM