Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Blaðsíða 154

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Blaðsíða 154
153 DAUðINN, RÉTTLÆTIð OG GUð HJÁ FORNGRIKKJUM og eru guðirnir sagðir gera þá sæla sem þeim eru þóknanlegir og gerist það umsvifalaust. Til eru vísanir til launhelga Elevsis í bókmenntum fimmtu aldar. Eina má lesa hjá Pindar (brot 137, kannski úr útfararkvæði): „Sæll er sá sem sér þær [launhelgarnar] og heldur til undirheima; hann þekkir endimörk lífsins, hann þekkir uppsprettuna Seifs.“ Aðra má lesa hjá Sófoklesi (brot 837, kannski úr Triptólemos): „Þrísælir eru þeir dauðlegu menn sem séð hafa þessar helgar og halda til Hadesarheims; þeim einum er líf, öðrum er allt vesöld“. Í Froskunum (einkum 145–63), löngu síðar, árið 405, þegar launhelgarnar höfðu nýlega verið vanvirtar, gerir Aristófanes sér mat úr hugmyndinni um betra líf eftir dauðann fyrir innvígða og réttláta.16 Aftur virðist réttlæti og frómleiki, ásamt innvígslu, vera skilyrði fyrir þá sem eiga að sjá „sólina og hið helga ljós“ (454) í handanheimi, en vesæld bíður annarra. Greinarmunurinn á milli þess að vera innvígður og vera réttlátur er hins vegar óljós og tekur Aristófanes reyndar á því viðfangsefni á sinn hæðnislega hátt. Innan elevsísku launhelganna var tjáð sú trú að samband væri á milli rétt- lætis og innvígslu og svo velfarnaðar í næstu vist. Svo virðist vera sem flest- ir Aþeningar hafi verið innvígðir.17 Ef svo er þá þekktu flestir Aþeningar til hugmyndarinnar og loforðsins um betra handanlíf. Markmiðið með inn- vígslu var að öðlast betra líf. Þetta var leið fyrir einstaklinginn til að vonast eftir einhvers konar hamingju í næsta lífi. Innvígsla var almenn sem og þekking á trúnni. Þess vegna er sérstaklega merkilegt að svo lítið sé minnst á handanlíf í heimildum okkar.18 Tengslin á milli stofnsögu elevsísku launhelganna og Díonysosar eru óljós.19 Sá guð lék þó aðalhlutverkið í öðrum síbreytilegum farandkúltum, launhelgum sem venjulega kallast bakkískar eða orfeifskar.20 Áhangendur 16 Sjá Dover, Morality, bls. 264–65. 17 Sjá t.d. Burkert, Religion, bls. 285–86. 18 Sjá nýlega rannsókn um afstöðu(leysi) Aþeninga til framhaldslífsins eftir Parker, Polytheism, bls. 363–68, sem talar um „hina mælsku þögn legsteinanna“ (bls. 367); Mikalson, Religion, bls. 82. Enn er það einkennilegt, eins og Walter Burkert greinir frá (Religion, bls. 289), að aldrei er ljós vísun til ódauðleikans í tengslum við þessar launhelgar. Um skýringar á þessum fátæklega vitnisburði, einkum á arkaíska tím- anum, sjá Sourvinou-Inwood, Death, bls. 173–74, 298–300, sem leggur áherslu á það mikilvægi sem aðallinn gæddi minningunni í grafskriftum. En vitnisburðinn vantar ekki aðeins þar. 19 Sjá F. Graf, Eleusis und die orphische Dichtung Athens in vorhellenistischer Zeit, Berlin: De Gruyter, 1974, bls. 40–78. 20 Fyrst hjá Herodótos 2.81.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.