Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Blaðsíða 119
118
ýmis sameinkenni eða svipaða reynslu sem setji mark sitt á skilning þeirra
eru þeir frábrugðnir hver öðrum og vinna úr reynslu og þekkingu á ólíkan
veg.3 Þess vegna er einnig misjafnt hve viljugir þeir eru að leyfa sjálfum sér
að blekkjast, lifa sig inn í heim skáldskaparins og finna til allskonar kennda
jafnt jákvæðra sem neikvæðra.
Í þessari grein verður sagt frá viðbrögðum ólíkra lesenda við skáldsög-
unni Frá ljósi til ljóss (2001) eftir vigdísi Grímsdóttur. Teflt verður saman
eigindlegum rannsóknum og „hefðbundnum“ aðferðum bókmenntafræði
en auk þess verður vísað í bókadóma um verkið til að kanna viðtökur þess
enn frekar.4 Í upphafi verður gerð grein fyrir helstu niðurstöðum eigind-
legrar rannsóknar þar sem markmiðið var að kanna viðtökur sögunnar og
þá einkum tilfinningaviðbrögð þátttakenda og samlíðan. Í rannsókninni
var tekið hópviðtal við þátttakendur þar sem þeir komu saman og ræddu
upplifun sína af bókinni. Meðal þess sem kom í ljós var að sumum fannst
sagan vera falleg ástarsaga og tengdu hana við ævintýri en aðrir töldu hana
vera hryllingssögu. Gerð verður tilraun til að útskýra þessi ólíku viðbrögð
með hliðsjón af hugrænum fræðum. Þá mun ég setja fram eigin túlkun og
greiningu á ákveðnum atriðum sögunnar. Áður en helstu niðurstöður eig-
indlegu rannsóknarinnar verða reifaðar er rétt að gera rannsókninni sjálfri
skil í stuttu máli.
Rannsóknin
Eigindlega rannsóknin sem hér segir frá fólst í því að kanna viðbrögð les-
enda við skáldskap en tekið var hópviðtal við fjórar konur á aldrinum 28
kannanir á tilfinningaviðbrögðum við lestur frásagna“, Ritið 3/2015, bls. 83–111,
hér bls. 85; Lois Tyson, Critical Theory Today: A UserFriendly Guide, New York:
Routledge, 2006, bls. 173–186.
3 Sjá Rauven Tsur, „Horror jokes, black humor and cognitive poetics“, Humor
2/1989, bls. 243–256, hér bls. 243.
4 Hérlendis hafa empírískar rannsóknir á viðbrögðum almennra lesenda við skáld-
skap verið af skornum skammti en greinarhöfundur hefur gert allmargar af því
tagi síðustu ár. Auk hennar hafa Bergljót Soffía Kristjánsdóttir, Sigrún Margrét
Guðmundsdóttir og Guðrún Línberg Guðjónsdóttir unnið að slíkum rannsóknum;
þær tvær fyrrnefndu ásamt greinarhöfundi í verkefninu Samlíðan: mál, bókmenntir,
samfélag sem RANNÍS styrkir. Um fyrstu eigindlegu rannsóknirnar má fræðast í
eftirfarandi greinum: Bergljót Soffía Kristjánsdóttir, „„Ég get ekkert sagt“: skáld-
skapur og hrun“, Hug⁄raun: Nútímabókmenntir og hugræn fræði, Reykjavík: Háskóla-
útgáfan, 2015, bls. 143–158, hér bls. 154; Bergljót Soffía Kristjánsdóttir, Guðrún
Steinþórsdóttir og Sigrún Margrét Guðmundsdóttir, „„mér fanst ég finna til““,
bls. 90–110.
GuðRún stEinÞóRsdóttiR