Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Blaðsíða 31

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Blaðsíða 31
30 þýðir að vera transsexúal eða transgender, heldur einungis gera tveimur stöðum, tvenns konar rökvísi, skil. Að lokum má nefna enn önnur viðbrögð við þeim flækjum sem fylgja kynjajöfnunum: það að vilja sem minnst af þeim vita. Handan kynverund­ arinnar (Beyond Sexuality, 2000) eftir Tim Dean er skrifuð til höfuðs til- raunum til þess að fella hugsun Lacans í kerfi og þröngva þannig samræmi upp á hugsun sem ekki var fullmótuð eða laus við mótsagnir.54 Dean leggur þar til að fallusinn verði settur til hliðar og sjónum beint að viðfanginu a, bæði vegna þess að það er laust við tengingar við ákveðið kyn eða gagnkyn- hneigð viðmið, en líka vegna þess að það tók fljótlega yfir virkni fallussins að miklu leyti í kenningu Lacans, þótt hann hafi haldið í fallusarhugtak- ið.55 Afstöðu Deans verða gerð betri skil hér á eftir, en hann setur hana að mörgu leyti fram í andstöðu við nálgunarleiðir annarra hinseginfræðinga á sálgreiningu, þar á meðal Butler. Hinsegin líkamar og sjálfsverur sem þrá Í ljósi þeirra hugmynda um kynjamismun sem nú hafa verið ræddar – kynjamismun sem ákvarðast hvorki af líffræðilegu kyni né kyngervi – er ef til vill ekki skrýtið að spurningar hafi vaknað um líkamann í kenningum sálgreiningarinnar, oftar en ekki í tengslum við verk Butler.56 Lykilverk hennar um líkamann er Efni(s)legir líkamar, en þar má segja að hún bregð- ist við þeirri gagnrýni að Kynusli ýji að ákveðnu valfrelsi þegar kemur að 54 Tim Dean, Beyond Sexuality, bls. 13. Dean bendir í kjölfarið á að hafa beri í huga að Lacan hafi í næstum aldarfjórðung haldið námskeið í samræðuformi þar sem hann lék af fingrum fram. Þar hafi hann ekki einungis verið að setja fram ákveðna kenningu heldur megi sjá í útgefnum námskeiðum hans „sérlega lipran, díalekt- ískan hugsanagang í mótun“ sem sé enginn greiði gerður með því að vera felldur í tryggar skorður staðnaðra kerfa. 55 Sama rit, bls. 45. Lacan gerði fallusnum skil í kenningum sínum á árunum 1958–1959 og skilgreinir hann í „Merkingu fallussins“ („The Signification of the Phallus“, 1958) sem það sem kveikir þrá okkar – virkni sem Lacan gefur svo við- fanginu a eftir að áhersla hans færðist frá hinu táknræna og beindist að því sem verður ekki táknað, rauninni, á sjöunda áratug síðustu aldar. Sjá Tim Dean, Beyond Sexuality, bls. 50. 56 Sigríður Þorgeirsdóttir fjallar um og gagnrýnir kenningu Butler um líkamann í grein sinni „Heimspeki líkamans og heimspeki í líkamanum og hvers vegna hugsun er ekki kynlaus“, sjá sérstaklega bls. 70–71. Enn fremur má finna yfirgripsmikla umfjöllun um hugmyndir Butler um líkamann og kyn, auk gagnrýni femínista á borð við Toril Moi á þær hugmyndir hennar, í grein Dagnýjar Kristjánsdóttur, „Tómið og tilveran“, á bls. 84–88. GuðRún Elsa BRaGadóttiR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.