Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Blaðsíða 91
90
þeir beita nakta líkamshluta drengins til þess að þeir nauðgi honum. Þeir
ganga í það minnsta eins langt og hægt er í að niðurlægja hann og karl-
mennsku hans.
Ítrekað kemur fram að skömm Halldórs eigi rætur að rekja til bernsku
hans. Hin djúpstæða trú hans að hann sé öðruvísi en hann eigi að vera teng-
ist meðal annars sambandi Halldórs við foreldra sína en einnig æskuminn-
ingum um þær takmarkanir sem þrekleysi hans hafði í för með sér. „Hann
hefur aldrei verið álitinn fær um að reyna á sig, aldrei verið látinn vinna,
en leyft að liggja í sögubókum, fræðibókum, einnig ljóðabókum. Svo var
hann settur til mennta,“ segir sögumaður (198). Foreldrar Halldórs hafa
lagt áherslu á gáfur drengsins og eiga sér draum um að hann muni „verða
eitthvað og menntast“ en Halldór ber ekki sömu von í brjósti. Í þessum
væntingum foreldranna
hefur honum jafnan fundizt búa einhver dómur, einhver ógnun sem
hann forðast – fyrst og fremst viðurkenning á sérstöðu hans meðal
annarra barna, sérstöðu, sem hann enganveginn hefur þráð, – í sjálfu
sér útilokun frá öðrum. (33)
Námshæfileikar breyta því litlu um þá skömm sem hefur mótað alla til-
veru hans frá bernsku enda sýnir hann lítinn áhuga á náminu í Reykjavík.
Áherslan sem lögð er á að Halldór trúi því að hann sé frábrugðinn öðru
fólki er svo rík að grunur getur vaknað hjá lesanda um að ýmislegt sé ósagt
í þeim efnum. Til dæmis er athyglisvert hversu sár ein af þeim minningum
sem rifjast upp fyrir honum er; orð sem gamall maður sagði vorið sem
hann fermdist:
Þá kom gamli maðurinn að máli við Magnús föður hans. Drengurinn
man það enn, sem hann sagði, það sem gamli maðurinn sló föstu,
hvernig hann spurði, man einnig þögn föður síns, þögn sem Halldóri
fannst þá verri en þótt hann hefði tekið undir með valda gamla og
verið honum sammála. (203)
Í þessari minningu er þögnin og hið ósagða lykilatriði og fleiri spurn-
ingar vakna en hægt er að svara: Hvað sagði valdi gamli? Af hverju þagði
faðir Halldórs? Hvað er það sem veldur því að þessi minning er Halldóri
svo sár? Ljóst er af samhenginu að til umræðu var vanhæfi Halldórs til að
Ásta KRistín BEnEdiKtsdóttiR