Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Blaðsíða 170
169
að ríkjandi gildum og ræktunar menningarlegra sérkenna sem oft stuða og
grafa undan stöðugleika meginstraumsins. (Sígilt dæmi um þessa togstreitu
eru langvarandi átök um samkynja hjónabönd sem helsta baráttumál homma
og lesbía. Margt annað mætti nefna, svo sem deilur um aðild eða útilokun tví-
kynhneigðra, trans fólks og annarra úr starfsemi hinsegin félaga.) Með ádeilu
sinni á hugtakið „hinsegin fræði“ og skilgreiningar með „fasta skírskotun“
gera Berlant og Warner í raun tilraun til að grafa undan hinum fræðilega
meginstraumi og skilgreiningarvaldi hans. En á sama tíma og þau hafna fræða-
hugtakinu er grein þeirra að mörgu leyti afgerandi partur af meginstraumnum
sem hún gagnrýnir: yfirþyrmandi fræðileg, allt að því tyrfin og birt í riti sem
nær nánast eingöngu til annarra fræðimanna. Greinin er því að mörgu leyti
fullkominn fulltrúi „hinsegin róttæku gagnrýninnar“ sem Berlant og Warner
veigra sér við að kalla hinsegin fræði: fræðigrein með aktívismaundirtónum,
aktívismi í fræðilegum búningi, hvorki fugl né fiskur – en hugsanlega asni,
með eða án halans.
María Helga Guðmundsdóttir
Hvað kenna hinsegin fræði okkur um x?
Fregnir af þróun nýrra hugmynda berast gjarnan óbeint eins og slúður.
Fyrr en varir vilja sífellt fleiri vita um hvað málið snýst í raun: fólk vill yfir-
lýsingar, ritaskrár, skýringar. Sérhefti tímarita og ritstjórnargreinar eru oft
viðbrögð við þessari þörf.
við höfum verið beðin að festa hinseginfræðahalann á asnann. En við
getum ekki annað en numið staðar og glápt hálfforviða á ástand vesalings
asnans. Hinsegin fræði hafa nú þegar leitt af sér umfangsmikla sjálfrýna
umfjöllun (e. metacommentary), hálfgerðan iðnað sem telur sérhefti, tíma-
ritakafla, safnrit, sýnisbækur og orðabókaflettur. Samt er hugtakið sjálft
innan við fimm ára gamalt. Af hverju finnur fólk fyrir þörf til að kynna,
kryfja og smíða kenningar um eitthvað sem er varla hægt að segja að sé
til?
Fræðilegt vægi hinsegin ritverka hefur meira með skynjun en magn að
gera. Hinsegin er í tísku. Þetta stafar að hluta til af þeirri afbökun sem inn-
byggð er í „stjörnukerfið“, sem gerir að verkum að örfá nöfn verða fulltrúar
heillar menningar í mótun. Flestir sem stunda hina nýtilkomnu hinsegin
umfjöllun eru ekki háskólakennarar heldur framhaldsnemar. Tengslin við
stjörnukerfið og framhaldsnemana valda því að þessi verkefni kalla fram
HvAð KENNA HINSEGIN FRÆðI OKKUR UM X?