Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Blaðsíða 30
29
að Carlson líti svo á að enginn munur sé á því að vera sís og trans, en hún
telur þó að munurinn liggi ekki síst í því að fyrrnefndi hópurinn hefur
verið tregur til að samþykkja þann síðarnefnda; að „þau hafa ekki enn áttað
sig á því að þau hafa engan einkarétt á sálrænni upplifun þess sem líkist
‚kynvissu‘ (e. gender certainty).“48
Í seinni hópnum eru manneskjur sem vilji ekki endilega „sleppa“ sem
eitt kyn eða annað, líkt og á við um fólk með tvö kyngervi (e. bigender), sem
er kynsegin (e. nonbinary) eða fellur á einhvern hátt á milli eða utan hinna
hefðbundnu skilgreininga á konum og körlum. Carlson leggur til að hér
megi finna „tjáningu á lögmáli kynjamismunar: kvenlæga lausn“49 sem felst
í því að „draga rökvísi fallusins þvermóðskulega í efa“ og í því sem Carlson
telur „hinsegin samband við Hinn sem skortir.“50 Á meðan gengist er við
forsendum hins táknræna í karllægu stöðunni, dregur sá sem tekur sér
kvenlægu stöðuna þessar forsendur í efa.51 Í ljósi þess að kynið verður ekki
hugsað röklega samkvæmt kenningum sálgreiningarinnar – fallusinn sem
kynjamismunur hvílir á innan hins táknræna er „táknmynd án táknmiðs“52
– má segja að kvenlægu afstöðunni fylgi tengsl við það sem er „tilvilj-
unarkennt á róttækan hátt og illviðráðanlegt“ við kynið.53 Þessi nálgun er
að mörgu leyti forvitnileg, ekki síst vegna þess að hún forðast að fella trans
kynvitund í kerfi; hér er ekki sett fram heildstæð kenning um það hvernig
ákveðin staða er tekin upp og ekki gerð tilraun til að svara því hvað það
48 „[…] from under the meager protection of their banners, they have not yet realized
that they have no monopoly on the psychic experience of the semblance of ‚gender
certainty‘.“ Sama rit, bls. 65.
49 „[…] an expression of the logic of sexual difference: a feminine solution.“ Sama rit,
bls. 65.
50 „The failure, deadlock, and trauma of sexual difference returns for the hysterical/
feminine transgender subject, irreducibly, in her insistent interrogation of the
phallic function and in her very queer relation to the lacking Other.“ Sama rit,
bls. 66.
51 Líkt og í kenningu Freuds um Ödipusarduldina, þar sem það er einungis sonurinn
sem telur að hann geti komist hjá refsingu föðurins ef hann hlýðir (geldingarógn
hefur lítil áhrif á dótturina, sem „skortir“ getnaðarlim), þá grundvallast karllæga
staðan á banni; sjálfsverunni eru þar sett mörk sem gera henni kleift að afneita
skorti, trúa að hún hafi/geti haft fallusinn. Sjá t.d. Joan Copjec, „Sex and the
Euthenasia of Reason“, Read My Desire: Lacan Against the Historicists, Cambridge
& London: MIT Press, 1994, bls. 201–236, hér bls. 234–235.
52 Bein tilvitnun í Lacan (fyrirlestra sem haldnir voru 1957–1958) er fengin úr bók
Patriciu Gherovici, Please Select Your Gender, bls. 20.
53 „The feminine perspective brings with it a relation both to the radically contingent
and to intractability“. Shanna Carlson, „Transgender Subjectivity“, bls. 63.
AF USLA OG ÁREKSTRUM