Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Blaðsíða 147

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Blaðsíða 147
146 svavaR HRafn svavaRsson handan móðunnar miklu, þótt hann viðurkenni að það væri ákjósanlegt ef eitthvað betra tæki við, ef hann fyndi viðkunnanlegri viðmælendur eftir dauðann. Þó eru tvö skáld sem viðra hugmyndina á fyrri hluta fimmtu aldar, Æskýlos og Pindar. Það er hins vegar Platon sem gerir sér ríkulega mat úr þeim, meðal annars í téðum frásögum. Það verða því skil með heimspeki Platons, þó að platonsk heimspeki taki ekki völdin fyrr en all- nokkrum öldum síðar. Aristóteles er til dæmis ekki ginnkeyptur fyrir hug- myndum af þessum tagi. Þó eiga hugmyndirnar sem Platon gerir að sinni eigin heimspeki merkilega og mikilvæga sögu, þótt ógreinileg sé, því áhrif þeirra urðu ómæld í gegnum platonska heimspeki. Þetta mikilvægi þeirra er þeim mun merkilegra sem þær voru lítilvægari áður. Það má rekja þræði þeirra allt frá Hómer til fimmtu aldar, þessa þræði sem Platon vefur síðan saman og gerir að einna mikilvægustu þáttunum í heimspeki sinni. Þetta eru þræðirnir sem verða hér raktir, hugmyndir um réttlæti – guðdómlegt réttlæti – eftir dauðann. Það sem eftir er af þessum fyrsta kafla mun ég rekja söguna í grófum dráttum en segja hana af meiri smásmygli í næstu köflum, en láta staðar numið þegar kemur að Platoni. Grikkir töldu frá fyrstu tíð að guðrækni og réttlæti væru til þess fallin að vinna guðdóminn á sitt band, en goðgá og ranglæti egndu guð gegn sér. Guðirnir voru til staðar að flestra mati, þó að trúnaður á þá hafi ljóslega farið mjög minnkandi í kreðsum menntamanna á fimmtu öld. En allt fram að þeim tíma komu guðirnir fyrst og fremst að hinum lifandi, ekki hinum framliðnu. Almennt var lítils vænst, góðs eða ills, í Hadesarheimi, hvorki búist við réttlæti né maklegum málagjöldum eftir dauðann, heldur fyrir dauðann; dauðinn sjálfur gat verið hin maklegu málagjöld. Reyndar virðist meginskoðunin hafa verið sú að framhaldslífið væri hvorki fugl né fiskur. Dauði manns markaði endalok hans og guðdómlegt réttlæti var fyrir lif- endur en ekki dauða.1 Menn hófu sig aðeins yfir dauðann með orðstír sínum sem haldið var á lofti í kveðskap og minningarverkum borgríkisins. 1 Sjá t.d. J.D. Mikalson, Ancient Greek Religion, Oxford: Blackwell, 2005, bls. 181–96; Athenian Popular Religion, Chapel Hill: University of North Carolina Press, 1983, bls. 74–82; K. Dover, Greek Popular Morality in the Time of Plato and Aristotle, Oxford: Blackwell, 1974, bls. 261–68; A.W.H. Adkins, Moral Values and Political Behaviour in Ancient Greece: From Homer to the End of the Fifth Century, Lundúnum: Chatto and Windus, 1972, bls. 95–98; Merit and Responsibility, Oxford: Clarendon Press, 1960, bls. 138–48. Þó hefur því nýlega verið haldið fram að hugmyndin hafi verið almennari fyrir daga Platons en af er látið; sjá R.G. Edmonds, „Imagining the Afterlife“, The Oxford Handbook of Ancient Greek Religion, E. Eidinow and J. Kindt ritstj., Oxford: Oxford University Press, 2015, bls. 551–63.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.