Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Blaðsíða 46
45
1826 til 1846, en það ár hélt hann til náms til Kaupmannahafnar. Af lýs-
ingum hans að dæma nutu þau systkinin góðs líkamlegs atlætis og mennt-
unar enda var fjölskyldan framan af sæmilega efnuð og tilheyrði efri lögum
samfélagsins. Auk bóklegra mennta lærðu systkinin á hljóðfæri, tónlist
var í hávegum höfð á heimilinu og þar var einnig dansað og sungið.22
Faðir Guðrúnar lék á flautu („pípu“ og „þverpípu“)23 en Guðrún lærði
að spila á langspil. Þá lærðu systurnar fínan útsaum og hannyrðir, eins og
allar stúlkur sem tilheyrðu efri stéttum samfélagsins.24 Að líkindum hefur
móðir þeirra kennt þeim sjálf því hún hafði numið hannyrðir hjá „madame
Guðrúnu Skúladóttir, einhverri högustu konu á hannyrðir, sem verið hefir
á Íslandi“.25
Athygli vekur að Benedikt gerir lítið úr tilfinningasambandi sínu við
foreldrana:
Þó að foreldrum mínum þætti vænt um mig, þá voru mér ekki blíð-
leg atlot sýnd né vinalegt viðmót; ég varð snemma einstæðingslegur
[...]. Ég fékk þráfaldlega að heyra, hvað ég væri ljótur, klaufalegur
og latur, en hrós man ég ekki til, að ég fengi nokkurn tíma að heyra
[...]. við börnin vorum látin þéra foreldra okkar, eins og þá var títt
með heldra fólki, en ég held það hafi fjarlægt okkur frá þeim; við
þorðum aldrei að nálgast þá eða vera náttúrleg og hjartanleg, en við
höfðum fremur ótta af þeim.26
Hafi virðing og ótti almennt litað samband barnanna við foreldrana frem-
ur en trúnaðartraust kann að vera að Guðrún hafi átt erfitt með að leita til
foreldra sinna með persónuleg vandamál. Jón Árnason þjóðsagnasafnari
skrifar hins vegar í grein sinni um Sveinbjörn Egilsson að hann hafi verið
„bæði eptirlátur og blíður faðir barna sinna“.27 Sá vitnisburður stangast á
við ofangreind orð Benedikts en vitaskuld er ólík upplifun barns og utan-
aðkomandi fullorðins á slíku sambandi við foreldra og einnig er ljóst að
viðhorf til barnauppeldis voru önnur á fyrri hluta nítjándu aldar en þegar
22 Jón Árnason, „Æfisaga Sveinbjarnar Egilssonar“, Ljóðmæli Sveinbjarnar Egilssonar,
2. útgáfa, Reykjavík: 1952, bls. 1–46, hér bls. 41.
23 Jón Árnason, „Æfisaga Sveinbjarnar Egilssonar“, bls. 7 og 9.
24 Oscar Clausen, „Séra Þórður „hinn sterki““, Sögn og saga. Fróðlegir þættir um ævikjör
og aldarfar I, Akranes: Skuggsjá, bls. 81–85, hér bls. 83.
25 Jón Árnason, „Æfisaga Sveinbjarnar Egilssonar“, bls. 11.
26 Benedikt Gröndal Sveinbjarnarson, Dægradvöl, bls. 26.
27 Jón Árnason, „Æfisaga Sveinbjarnar Egilssonar“, bls. 41.
HIð „SANNA KYN“ EðA vERULEIKI LÍKAMANS?